Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 11:16 Moe's Bar í Jafnaseli í Breiðholti. Tröppurnar sjást glögglega á hægri hlið hússins. Moe's Bar Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. Árásin átti sér stað aðfaranótt 29. október og var meintur árásarmaður handtekinn seinni partinn þann dag. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu. Þar sést karlmaður sparka aftan í annan karlmann sem fellur niður tröppurnar. RÚV greindi frá því í gær að mennirnir tveir væru báðir íslenskir og að umræddur veitingastaður væri Moe's bar í Jafnaseli. Málið barst lögreglu umrædda nótt með tilkynningu þess efnis að karlmaður hefði dottið niður stiga. Kalt hafi verið í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slasaði meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvaðir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að maðurinn hefði sennilega dottið. Afar illa haldinn Sá sem féll slasaðist alvarlega á höfði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði um miðjan nóvember að hann lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og óvíst um batahorfur. Í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann var þá kominn úr öndunarvél en þurfi fulla umönnun, gæti ekki borðað eða kyngt og væri með næringarslöngu niður í maga. Hann væri með lömunareinkenni hægra megin en gæti hreyft útlimina. Hann gæti þó ekki talað eða tjáð sig. Landsréttur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni í gær til 20. janúar. Í greinargerð héraðssaksóknara kemur fram að þann 21. desember hafi héraðssaksóknari óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að reynt yrði að taka skýrslu af brotaþola. Svo virtist sem hann væri byrjaður að tjá sig. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi í dag að ekki sé enn hægt að ræða við hinn slasaða. Vitni báru kennsl á manninn Þá var því beint til lögreglu að afla frekari læknisfræðilegra gagna um hagi hins grunaða, teikna upp og mynda anddyrið á Moe's þar sem atvikið átti sér stað og hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist samkvæmt myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð. Lögregla telur hafið yfir hafa að sá sem sætir gæsluvarðhaldi sé sá sem sparkaði manninum niður stigann. Viðkomandi hafi verið staddur á Moe's umrætt kvöld og þegar myndbönd úr öryggismyndavélum inni á staðnum og fyrir utan séu borin saman sé greinilegt að um sama aðila sé að ræða. Við bætist framburður vitna sem þekkja til hins grunaða og voru á staðnum umrætt kvöld. Hinn grunaði ber sjálfur við minnisleysi en sagðist þó í fyrstu skýrslutöku þekkja sjálfan sig á myndbandinu. Hann sagði svo síðar ekki þekkja sig. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 20. janúar. Karl Ingi segir að ákvörðun um saksókn verði tekin í næstu viku. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF101KBSækja skjal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Árásin átti sér stað aðfaranótt 29. október og var meintur árásarmaður handtekinn seinni partinn þann dag. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu. Þar sést karlmaður sparka aftan í annan karlmann sem fellur niður tröppurnar. RÚV greindi frá því í gær að mennirnir tveir væru báðir íslenskir og að umræddur veitingastaður væri Moe's bar í Jafnaseli. Málið barst lögreglu umrædda nótt með tilkynningu þess efnis að karlmaður hefði dottið niður stiga. Kalt hafi verið í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slasaði meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvaðir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að maðurinn hefði sennilega dottið. Afar illa haldinn Sá sem féll slasaðist alvarlega á höfði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði um miðjan nóvember að hann lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og óvíst um batahorfur. Í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann var þá kominn úr öndunarvél en þurfi fulla umönnun, gæti ekki borðað eða kyngt og væri með næringarslöngu niður í maga. Hann væri með lömunareinkenni hægra megin en gæti hreyft útlimina. Hann gæti þó ekki talað eða tjáð sig. Landsréttur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni í gær til 20. janúar. Í greinargerð héraðssaksóknara kemur fram að þann 21. desember hafi héraðssaksóknari óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að reynt yrði að taka skýrslu af brotaþola. Svo virtist sem hann væri byrjaður að tjá sig. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi í dag að ekki sé enn hægt að ræða við hinn slasaða. Vitni báru kennsl á manninn Þá var því beint til lögreglu að afla frekari læknisfræðilegra gagna um hagi hins grunaða, teikna upp og mynda anddyrið á Moe's þar sem atvikið átti sér stað og hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist samkvæmt myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð. Lögregla telur hafið yfir hafa að sá sem sætir gæsluvarðhaldi sé sá sem sparkaði manninum niður stigann. Viðkomandi hafi verið staddur á Moe's umrætt kvöld og þegar myndbönd úr öryggismyndavélum inni á staðnum og fyrir utan séu borin saman sé greinilegt að um sama aðila sé að ræða. Við bætist framburður vitna sem þekkja til hins grunaða og voru á staðnum umrætt kvöld. Hinn grunaði ber sjálfur við minnisleysi en sagðist þó í fyrstu skýrslutöku þekkja sjálfan sig á myndbandinu. Hann sagði svo síðar ekki þekkja sig. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 20. janúar. Karl Ingi segir að ákvörðun um saksókn verði tekin í næstu viku. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF101KBSækja skjal
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52