Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2023 10:00 Leikmennirnir sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á þeim bestu í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. Theodór Sigurbjörnsson grafík/hjalti Það er voða erfitt að mótmæla því að Theodór Sigurbjörnsson sé besti leikmaður í sögu ÍBV og fáir hafa gert meira fyrir félagið sitt en hann. Og hann er eins konar andlit velmegunarskeiðs ÍBV síðasta áratuginn. Eftir erfið ár í kjölfar silfursins 2005, þar sem handknattleiksdeild ÍBV rambaði meðal annars á barmi gjaldþrots og liðið spilaði nokkur ár utan efstu deildar, sneru Eyjamenn í Olís-deildina 2013-14 og það með eins miklu trukki og mikilli dýfu og mögulegt var. Theodór Sigurbjörnsson vantar 37 mörk til að komast í þúsund marka klúbbinn í efstu deild.vísir/bára Nýliðar Eyjamanna gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Haukum í goðsagnakenndum oddaleik á Ásvöllum. Þeir bættu bikarmeistaratitli við 2015, unnu alla þrjá titlana 2018 og urðu svo bikarmeistarar 2020. Í gegnum allan þennan tíma hefur Theodór verið lykilmaður hjá ÍBV og skorað eins og óður maður, sérstaklega fyrstu árin eftir að Eyjamenn komust upp um deild. Hann er einn besti hraðaupphlaupsmaður sem hefur spilað í deildinni hér heima og með afburða skottækni. Einn mesti hæfileikamaður sem komið hefur fram í sinni stöðu á Íslandi. En meiðslasagan hefur gert það að verkum að hann náði aldrei þeim hæðum sem efni stóðu til. Gaupi Eftir tímabilið frábæra 2016-17 þar sem Theodór skoraði 233 mörk í 26 leikjum, eða tæp níu mörk að meðaltali í leik, hafa leikjunum og þar af leiðandi mörkunum fækkað verulega. Á árunum 2013-18 lék hann samtals 113 deildarleiki og skoraði 759 mörk frá þrennutímabilinu 2017-18 eru leikirnir aðeins 58 og mörkin 204. Það er vonandi að þetta breytist og Theodór verði oftar inni á vellinum en utan hans því fáir leikmenn í deildinni eru skemmtilegri á að horfa þegar þeir eru í stuði. 14. Andri Stefan grafík/hjalti Sennilega er nafn Andra Stefans þurrkað úr minni allra nema hörðustu handboltaáhugamanna. En ef þessi umfjöllun verður til þess að nafn og afrek hans rifjist upp fyrir hinum almenna handboltaáhugamanni er það gleðiefni. Horfið bara á afrekaskrána. Andri Stefan vann allt þetta þrátt fyrir að hætt alltof snemma vegna meiðsla. Ofan á allt sem hann vann með Haukum var hann svo í meistaraliði Íslands á EM U-18 ára 2003 ásamt köppum á borð við Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, Arnóri Atlasyni, Björgvini Páli Gústavssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. Andri Stefan þurfti að hætta ungur vegna meiðsla en afrekaði samt ótal margt.getty/Lars Ronbog Líkt og Ásgeir kom Andri ungur inn í frábært lið Hauka en fékk fljótlega nokkuð stórt hlutverk. Og eftir að Aron Kristjánsson fór aftur til Danmerkur eftir Íslandsmeistaratitilinn 2003 varð Andri aðalleikstjórnandi Hauka, aðeins nítján ára. Og ekki er annað hægt að segja en að hann hafi valdið því vel. Haukar urðu Íslands- og deildarmeistarar 2004 og 2005 og unnu fjórtán af fimmtán leikjum sínum í úrslitakeppninni á þessum árum. Svo er það augnablikið. Það eru ekki allir sem hafa skorað gegn Barcelona í Palau Blaugrana, hvað þá jöfnunarmark, hvað þá flautujöfnunarmark, hvað þá flautujöfnunarmarkmeðskotifyriraftanbak, hvað þá gegn liði sem var búið að vinna fjörutíu heimaleiki í röð. En þetta gerði Andri haustið 2003. Leikmaður sem hafði hreint ótrúlegan leikskilning. Menn gerðu sér ferð til að sjá hann spila en því miður komst hann ekki alla leið þrátt fyrir afburða hæfileika. Gaupi Eftir að hafa farið aðeins út af titlasporinu urðu Haukar aftur Íslandsmeistarar 2008 og 2009. Fyrra tímabilið var Andri þeirra besti maður og fékk Valdimarsbikarinn. Íslandsmeistaratitlarnir urðu því alls fimm og hefðu eflaust orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. 13. Elvar Örn Jónsson grafík/hjalti Dagurinn er 22. maí 2019. Það er fjórði leikur Selfoss og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn og Elvar Örn Jónsson var greinilega búinn að ákveða að þetta yrði hans síðasti leikur með Selfyssingum í bili. Hann hafði engan áhuga á að fá oddaleik á Ásvöllum og vildi heldur klára dæmið á sínum heimavelli, fyrir framan sitt fólk. Elvar spilaði þarna sennilega sinn besta leik í búningi Selfoss, allavega þann eftirminnilegasta. Hann var frábær í vörn og sókn og skoraði ellefu mörk úr fimmtán skotum. Með hann í þessum ham var ekki möguleiki á að Selfyssingar myndu tapa og þeir gerðu það svo sannarlega ekki, heldur unnu tíu marka sigur, 35-25, og urðu þar með Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta var lokalagið á þremur frábærum árum Elvars í Olís-deildinni og hann þurfti ekkert uppklapp í oddaleik á Ásvöllum. Elvar Örn Jónsson fagnar í fjórða leik Selfoss og Hauka í úrslitaeinvíginu 2019. Selfyssingar tryggðu sér þar Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.vísir/vilhelm Selfyssingar gerðu vel á nýliðatímabilinu 2015-16, enduðu í 5. sæti og komust í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í tuttugu ár. En tímabilið á eftir kom stökkið. Patrekur Jóhannesson tók við, Haukur Þrastarson kom inn og Selfyssingar voru allt í einu eitt besta lið landsins. Þeir rétt misstu af deildarmeistaratitlinum og féllu úr leik fyrir FH-ingum í einu magnaðasta einvígi seinni ára. Bara til upprifjunar þá spiluðu allir þessir leikmenn í einvíginu: Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ásbjörn Friðriksson, Hergeir Grímsson, Ágúst Birgisson, Einar Rafn Eiðsson, Einar Sverrisson og Atli Ævar Ingólfsson. Þetta eru bara of miklir hæfileikar og of mikil geta í tveimur liðum enda var þetta einvígi mergjað og úrslitin réðust í oddaleik. Selfyssingar misstu aftur af deildar- og bikarmeistaratitlunum tímabilið 2018-19 og virtust vera komnir með bakið upp við vegginn fræga í þriðja leiknum gegn Haukum í úrslitum. En eins og þeirra var siður komu þeir baka, sneru erfiðri stöðu sér í vil, unnu leikinn og kláruðu svo dæmið á heimavelli í fjórða leiknum. Eitt mesta efni sem hefur komið fram í íslenskum handbolta. Frábær varnarmaður og í sókn leikmaður með einstakan sprengikraft. Gaupi Þrátt fyrir marga sterka leikmenn í röðum Selfoss var enginn í vafa hver var besti leikmaður liðsins og deildarinnar ef út í það er farið. Elvar var magnaður á báðum endum vallarins og nýtti íþróttamennsku og handboltahæfileika sína til hins ítrasta. Hann hefur svo haldið áfram að gera það í atvinnumennsku og með landsliðinu. 12. Anton Rúnarsson grafík/hjalti Anton Rúnarsson kvaddi Val með eins miklum stæl og mögulegt var sumarið 2021. Já, sumarið því Íslandsmeistarabikarinn fór á loft daginn eftir þjóðhátíðardaginn (covid, muniði). Í úrslitaeinvíginu gegn Haukum fór hann hamförum. Anton skoraði níu mörk úr þrettán skotum í fyrri leiknum á Hlíðarenda og bætti um betur í seinni leiknum á Ásvöllum. Þar skoraði hann tíu mörk úr þrettán skotum þegar Valsmenn tryggðu sér titilinn. Anton Rúnarsson með Íslandsmeistarabikarinn eftir síðasta leik sinn fyrir Val.vísir/hulda margrét Mikilvægasta og stærsta mark Antons í úrslitakeppninni og sennilega á ferlinum kom samt í fyrri leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum. Hann skoraði nefnilega ótrúlegt flautumark undir lok leiksins, nánast frá miðju. Og það mark reyndist gulls ígildi því Valur hann einvígið með minnsta mun. Eyjamenn hefðu getað hent Valsmönnum úr leik með því að skora í lokasókn sinni í seinni leiknum en Einar Þorsteinn Ólafsson stal boltanum eftirminnilega. En markið hjá Antoni var á endanum það sem skildi á milli. Náð ótrúlega langt. Frábær liðsmaður og umfram allt góð skytta. En hraðinn gerði það að verkum að hann náði ekki að gera sig gildandi meðal þeirra allra bestu. Gaupi Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Antons með Val og í annað sinn sem hann var besti leikmaður meistaraliðs. Sú var einnig raunin þegar Valsmenn urðu óvænt Íslandsmeistarar 2017. Þar stýrði Anton sóknarleik Hlíðarendapilta af myndarbrag og var þeirra öruggasta sóknarvopn fyrir utan. Þrátt fyrir að Anton væri mikill markaskorari kom það aldrei niður á leikstjórn hans. Og þá hefur hann alltaf verið frábær vítaskytta, eitthvað sem er ekki metið til fjár á ögurstundu. 11. Birkir Ívar Guðmundsson grafík/hjalti Haukar voru með valinn mann í hverri rúmi á gullaldarskeiði sínu, fyrsta áratug þessarar aldar. Meðal annars í markinu. Fyrst um sinn voru þar Magnús Sigmundsson og Bjarni Frostason. Síðan mætti Birkir Ívar Guðmundsson til leiks og Haukar unnu þrjá Íslandsmeistaratitla í röð. Haukar lentu í smá brekku 2003 en töpuðu aðeins samtals einum leik í úrslitakeppninni þegar þeir unnu Íslandsmeistaratitlana 2004 og 2005. Ekki nóg með að Haukar væru með bestu sóknina og bestu vörnina á þessum tíma heldur voru þeir einnig með besta markvörð deildarinnar, Birki Ívar. Birkir Ívar Guðmundsson hafði oft ástæðu til að fagna meðan hann lék með Haukum.fréttablaðið Eftir tímabilið 2006 hélt hann út í atvinnumennsku en sneri aftur í Hauka 2008. Og þá tóku þeir upp titlaþráðinn. Með Birki Ívar í rammanum Haukar bættu tveimur Íslandsmeistaratitlum við 2009 og 2010 eftir harða baráttu við Val. Var lengi vel einn besti markvörður deildarinnar og náði í raun ótrúlega langt. Gaupi Birkir Ívar hafði því leikið sex tímabil með Haukum og orðið Íslandsmeistari á fimm þeirra. Í heildina lék Eyjamaðurinn átta tímabil með Haukum og vann deildarmeistaratitilinn á sex þeirra og alls urðu stóru titlarnir þrettán. Ótrúlegar tölur. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
15. Theodór Sigurbjörnsson grafík/hjalti Það er voða erfitt að mótmæla því að Theodór Sigurbjörnsson sé besti leikmaður í sögu ÍBV og fáir hafa gert meira fyrir félagið sitt en hann. Og hann er eins konar andlit velmegunarskeiðs ÍBV síðasta áratuginn. Eftir erfið ár í kjölfar silfursins 2005, þar sem handknattleiksdeild ÍBV rambaði meðal annars á barmi gjaldþrots og liðið spilaði nokkur ár utan efstu deildar, sneru Eyjamenn í Olís-deildina 2013-14 og það með eins miklu trukki og mikilli dýfu og mögulegt var. Theodór Sigurbjörnsson vantar 37 mörk til að komast í þúsund marka klúbbinn í efstu deild.vísir/bára Nýliðar Eyjamanna gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Haukum í goðsagnakenndum oddaleik á Ásvöllum. Þeir bættu bikarmeistaratitli við 2015, unnu alla þrjá titlana 2018 og urðu svo bikarmeistarar 2020. Í gegnum allan þennan tíma hefur Theodór verið lykilmaður hjá ÍBV og skorað eins og óður maður, sérstaklega fyrstu árin eftir að Eyjamenn komust upp um deild. Hann er einn besti hraðaupphlaupsmaður sem hefur spilað í deildinni hér heima og með afburða skottækni. Einn mesti hæfileikamaður sem komið hefur fram í sinni stöðu á Íslandi. En meiðslasagan hefur gert það að verkum að hann náði aldrei þeim hæðum sem efni stóðu til. Gaupi Eftir tímabilið frábæra 2016-17 þar sem Theodór skoraði 233 mörk í 26 leikjum, eða tæp níu mörk að meðaltali í leik, hafa leikjunum og þar af leiðandi mörkunum fækkað verulega. Á árunum 2013-18 lék hann samtals 113 deildarleiki og skoraði 759 mörk frá þrennutímabilinu 2017-18 eru leikirnir aðeins 58 og mörkin 204. Það er vonandi að þetta breytist og Theodór verði oftar inni á vellinum en utan hans því fáir leikmenn í deildinni eru skemmtilegri á að horfa þegar þeir eru í stuði. 14. Andri Stefan grafík/hjalti Sennilega er nafn Andra Stefans þurrkað úr minni allra nema hörðustu handboltaáhugamanna. En ef þessi umfjöllun verður til þess að nafn og afrek hans rifjist upp fyrir hinum almenna handboltaáhugamanni er það gleðiefni. Horfið bara á afrekaskrána. Andri Stefan vann allt þetta þrátt fyrir að hætt alltof snemma vegna meiðsla. Ofan á allt sem hann vann með Haukum var hann svo í meistaraliði Íslands á EM U-18 ára 2003 ásamt köppum á borð við Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, Arnóri Atlasyni, Björgvini Páli Gústavssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. Andri Stefan þurfti að hætta ungur vegna meiðsla en afrekaði samt ótal margt.getty/Lars Ronbog Líkt og Ásgeir kom Andri ungur inn í frábært lið Hauka en fékk fljótlega nokkuð stórt hlutverk. Og eftir að Aron Kristjánsson fór aftur til Danmerkur eftir Íslandsmeistaratitilinn 2003 varð Andri aðalleikstjórnandi Hauka, aðeins nítján ára. Og ekki er annað hægt að segja en að hann hafi valdið því vel. Haukar urðu Íslands- og deildarmeistarar 2004 og 2005 og unnu fjórtán af fimmtán leikjum sínum í úrslitakeppninni á þessum árum. Svo er það augnablikið. Það eru ekki allir sem hafa skorað gegn Barcelona í Palau Blaugrana, hvað þá jöfnunarmark, hvað þá flautujöfnunarmark, hvað þá flautujöfnunarmarkmeðskotifyriraftanbak, hvað þá gegn liði sem var búið að vinna fjörutíu heimaleiki í röð. En þetta gerði Andri haustið 2003. Leikmaður sem hafði hreint ótrúlegan leikskilning. Menn gerðu sér ferð til að sjá hann spila en því miður komst hann ekki alla leið þrátt fyrir afburða hæfileika. Gaupi Eftir að hafa farið aðeins út af titlasporinu urðu Haukar aftur Íslandsmeistarar 2008 og 2009. Fyrra tímabilið var Andri þeirra besti maður og fékk Valdimarsbikarinn. Íslandsmeistaratitlarnir urðu því alls fimm og hefðu eflaust orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. 13. Elvar Örn Jónsson grafík/hjalti Dagurinn er 22. maí 2019. Það er fjórði leikur Selfoss og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn og Elvar Örn Jónsson var greinilega búinn að ákveða að þetta yrði hans síðasti leikur með Selfyssingum í bili. Hann hafði engan áhuga á að fá oddaleik á Ásvöllum og vildi heldur klára dæmið á sínum heimavelli, fyrir framan sitt fólk. Elvar spilaði þarna sennilega sinn besta leik í búningi Selfoss, allavega þann eftirminnilegasta. Hann var frábær í vörn og sókn og skoraði ellefu mörk úr fimmtán skotum. Með hann í þessum ham var ekki möguleiki á að Selfyssingar myndu tapa og þeir gerðu það svo sannarlega ekki, heldur unnu tíu marka sigur, 35-25, og urðu þar með Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta var lokalagið á þremur frábærum árum Elvars í Olís-deildinni og hann þurfti ekkert uppklapp í oddaleik á Ásvöllum. Elvar Örn Jónsson fagnar í fjórða leik Selfoss og Hauka í úrslitaeinvíginu 2019. Selfyssingar tryggðu sér þar Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.vísir/vilhelm Selfyssingar gerðu vel á nýliðatímabilinu 2015-16, enduðu í 5. sæti og komust í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í tuttugu ár. En tímabilið á eftir kom stökkið. Patrekur Jóhannesson tók við, Haukur Þrastarson kom inn og Selfyssingar voru allt í einu eitt besta lið landsins. Þeir rétt misstu af deildarmeistaratitlinum og féllu úr leik fyrir FH-ingum í einu magnaðasta einvígi seinni ára. Bara til upprifjunar þá spiluðu allir þessir leikmenn í einvíginu: Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Teitur Örn Einarsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Ásbjörn Friðriksson, Hergeir Grímsson, Ágúst Birgisson, Einar Rafn Eiðsson, Einar Sverrisson og Atli Ævar Ingólfsson. Þetta eru bara of miklir hæfileikar og of mikil geta í tveimur liðum enda var þetta einvígi mergjað og úrslitin réðust í oddaleik. Selfyssingar misstu aftur af deildar- og bikarmeistaratitlunum tímabilið 2018-19 og virtust vera komnir með bakið upp við vegginn fræga í þriðja leiknum gegn Haukum í úrslitum. En eins og þeirra var siður komu þeir baka, sneru erfiðri stöðu sér í vil, unnu leikinn og kláruðu svo dæmið á heimavelli í fjórða leiknum. Eitt mesta efni sem hefur komið fram í íslenskum handbolta. Frábær varnarmaður og í sókn leikmaður með einstakan sprengikraft. Gaupi Þrátt fyrir marga sterka leikmenn í röðum Selfoss var enginn í vafa hver var besti leikmaður liðsins og deildarinnar ef út í það er farið. Elvar var magnaður á báðum endum vallarins og nýtti íþróttamennsku og handboltahæfileika sína til hins ítrasta. Hann hefur svo haldið áfram að gera það í atvinnumennsku og með landsliðinu. 12. Anton Rúnarsson grafík/hjalti Anton Rúnarsson kvaddi Val með eins miklum stæl og mögulegt var sumarið 2021. Já, sumarið því Íslandsmeistarabikarinn fór á loft daginn eftir þjóðhátíðardaginn (covid, muniði). Í úrslitaeinvíginu gegn Haukum fór hann hamförum. Anton skoraði níu mörk úr þrettán skotum í fyrri leiknum á Hlíðarenda og bætti um betur í seinni leiknum á Ásvöllum. Þar skoraði hann tíu mörk úr þrettán skotum þegar Valsmenn tryggðu sér titilinn. Anton Rúnarsson með Íslandsmeistarabikarinn eftir síðasta leik sinn fyrir Val.vísir/hulda margrét Mikilvægasta og stærsta mark Antons í úrslitakeppninni og sennilega á ferlinum kom samt í fyrri leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum. Hann skoraði nefnilega ótrúlegt flautumark undir lok leiksins, nánast frá miðju. Og það mark reyndist gulls ígildi því Valur hann einvígið með minnsta mun. Eyjamenn hefðu getað hent Valsmönnum úr leik með því að skora í lokasókn sinni í seinni leiknum en Einar Þorsteinn Ólafsson stal boltanum eftirminnilega. En markið hjá Antoni var á endanum það sem skildi á milli. Náð ótrúlega langt. Frábær liðsmaður og umfram allt góð skytta. En hraðinn gerði það að verkum að hann náði ekki að gera sig gildandi meðal þeirra allra bestu. Gaupi Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Antons með Val og í annað sinn sem hann var besti leikmaður meistaraliðs. Sú var einnig raunin þegar Valsmenn urðu óvænt Íslandsmeistarar 2017. Þar stýrði Anton sóknarleik Hlíðarendapilta af myndarbrag og var þeirra öruggasta sóknarvopn fyrir utan. Þrátt fyrir að Anton væri mikill markaskorari kom það aldrei niður á leikstjórn hans. Og þá hefur hann alltaf verið frábær vítaskytta, eitthvað sem er ekki metið til fjár á ögurstundu. 11. Birkir Ívar Guðmundsson grafík/hjalti Haukar voru með valinn mann í hverri rúmi á gullaldarskeiði sínu, fyrsta áratug þessarar aldar. Meðal annars í markinu. Fyrst um sinn voru þar Magnús Sigmundsson og Bjarni Frostason. Síðan mætti Birkir Ívar Guðmundsson til leiks og Haukar unnu þrjá Íslandsmeistaratitla í röð. Haukar lentu í smá brekku 2003 en töpuðu aðeins samtals einum leik í úrslitakeppninni þegar þeir unnu Íslandsmeistaratitlana 2004 og 2005. Ekki nóg með að Haukar væru með bestu sóknina og bestu vörnina á þessum tíma heldur voru þeir einnig með besta markvörð deildarinnar, Birki Ívar. Birkir Ívar Guðmundsson hafði oft ástæðu til að fagna meðan hann lék með Haukum.fréttablaðið Eftir tímabilið 2006 hélt hann út í atvinnumennsku en sneri aftur í Hauka 2008. Og þá tóku þeir upp titlaþráðinn. Með Birki Ívar í rammanum Haukar bættu tveimur Íslandsmeistaratitlum við 2009 og 2010 eftir harða baráttu við Val. Var lengi vel einn besti markvörður deildarinnar og náði í raun ótrúlega langt. Gaupi Birkir Ívar hafði því leikið sex tímabil með Haukum og orðið Íslandsmeistari á fimm þeirra. Í heildina lék Eyjamaðurinn átta tímabil með Haukum og vann deildarmeistaratitilinn á sex þeirra og alls urðu stóru titlarnir þrettán. Ótrúlegar tölur.
Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01