Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Þorsteinn Siglaugsson skrifar 11. janúar 2023 10:31 Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. Þetta ástand opnaði augu okkar fyrir þeirri þröngu stöðu sem persónulegt frelsi og tjáningarfrelsi er komið í á Vesturlöndum og um allan heim. Í þágu upplýstrar umræðu Laugardaginn 7. janúar stóðum við fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni„Í þágu upplýstrar umræðu“. Frummælendur voru Toby Young, formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Svala Magnea Ásdísardóttir, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur. Svala sté með stuttum fyrirvara inn í stað Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks sem forfallaðist vegna veikinda. Við í stjórn Málfrelsis erum afar þakklát öllum sem að þessum viðburði komu og ekki síst félagsmönnum, en þeirra góði stuðningur er forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan. Ráðstefnan var afar vel sótt og viðtökurnar sýna og sanna að þörf er á því starfi sem félagið stendur fyrir. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að næsta viðburði. Frummælendur fjölluðu um tjáningar- og raunar persónufrelsi frá ýmsum og ólíkum sjónarhornum. Rauði þráðurinn í erindum þeirra var hvernig tjáningarfrelsið er í sífellt þrengri stöðu og hvernig tækni og valdasamþjöppun þrengir að upplýsingagjöf og frjálsum skoðanaskiptum. Hér má horfa á upptöku af fundinum. Víglínan hefur færst til Hugtakið tjáningarfrelsi verðum við í dag að skilgreina víðar en áður hefur verið þörf á. Í dag snýst það ekki aðeins um að fólk sé ekki fangelsað fyrir skoðanir sínar. Það snýst ekki síður, og kannski enn frekar um að það sem við segjum sé ekki þaggað niður. Um leið snýst það um að aðgangur okkar að upplýsingum sé ekki hindraður, á tímum þar sem umræða hefur í yfirgnæfandi mæli flust yfir á netið, og netinu er að mestu stjórnað af stórfyrirtækjum sem njóta náttúrlegrar einokunar, og beita sér, í samvinnu við ríkisstjórnir og leyniþjónustur til að stýra því hvað við megum sjá og hvað ekki. Víglínan hefur því færst til. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því. Og án frjálsra skoðanaskipta og upplýsingastreymis getur ekkert lýðræði þrifist, og þau eru forsenda alls annars frelsis. Frjálst lýðræðissamfélag er í húfi, flóknara er málið ekki. Að undanförnum þremur árum liðnum er uppgjör óumflýjanlegt. Uppgjör gagnvart stjórnvöldum sem hafa látið heildarhagsmuni lönd og leið, gagnvart vísindamönnum sem hafa brugðist hlutverki sínu, gagnvart stórfyrirtækjum sem hafa lagt hönd á plóg til að þagga niður í frjálsum skoðanaskiptum og svipta okkur mannhelginni. Við erum öll ábyrg Við megum þó ekki gleyma því að á endanum erum við ábyrg, öll sem eitt. Við getum ekki látið okkur nægja að vera neytendur og láta okkur samfélagið í léttu rúmi liggja. Við verðum að vera samfélagsþegnar, verðum að standa vörð um frelsi okkar og réttindi og taka þátt í að móta samfélagið. Sú barátta á sér engan endapunkt. Henni linnir aldrei. Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur. Við þurfum á öllum stuðningi að halda, í hvaða formi sem hann er. Þessi barátta er erfið, og það er margt sem bendir til að hún eigi eftir að harðna. Við munum þurfa að færa fórnir. En uppgjöf er ekki í boði, því það sem er í húfi er framtíð sem er manninum samboðin. Og fyrir henni verðum við að berjast af fórnfýsi, af hugrekki, af heilindum, en umfram allt í bróðerni. Höfundur er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. Þetta ástand opnaði augu okkar fyrir þeirri þröngu stöðu sem persónulegt frelsi og tjáningarfrelsi er komið í á Vesturlöndum og um allan heim. Í þágu upplýstrar umræðu Laugardaginn 7. janúar stóðum við fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni„Í þágu upplýstrar umræðu“. Frummælendur voru Toby Young, formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Svala Magnea Ásdísardóttir, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur. Svala sté með stuttum fyrirvara inn í stað Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks sem forfallaðist vegna veikinda. Við í stjórn Málfrelsis erum afar þakklát öllum sem að þessum viðburði komu og ekki síst félagsmönnum, en þeirra góði stuðningur er forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan. Ráðstefnan var afar vel sótt og viðtökurnar sýna og sanna að þörf er á því starfi sem félagið stendur fyrir. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að næsta viðburði. Frummælendur fjölluðu um tjáningar- og raunar persónufrelsi frá ýmsum og ólíkum sjónarhornum. Rauði þráðurinn í erindum þeirra var hvernig tjáningarfrelsið er í sífellt þrengri stöðu og hvernig tækni og valdasamþjöppun þrengir að upplýsingagjöf og frjálsum skoðanaskiptum. Hér má horfa á upptöku af fundinum. Víglínan hefur færst til Hugtakið tjáningarfrelsi verðum við í dag að skilgreina víðar en áður hefur verið þörf á. Í dag snýst það ekki aðeins um að fólk sé ekki fangelsað fyrir skoðanir sínar. Það snýst ekki síður, og kannski enn frekar um að það sem við segjum sé ekki þaggað niður. Um leið snýst það um að aðgangur okkar að upplýsingum sé ekki hindraður, á tímum þar sem umræða hefur í yfirgnæfandi mæli flust yfir á netið, og netinu er að mestu stjórnað af stórfyrirtækjum sem njóta náttúrlegrar einokunar, og beita sér, í samvinnu við ríkisstjórnir og leyniþjónustur til að stýra því hvað við megum sjá og hvað ekki. Víglínan hefur því færst til. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því. Og án frjálsra skoðanaskipta og upplýsingastreymis getur ekkert lýðræði þrifist, og þau eru forsenda alls annars frelsis. Frjálst lýðræðissamfélag er í húfi, flóknara er málið ekki. Að undanförnum þremur árum liðnum er uppgjör óumflýjanlegt. Uppgjör gagnvart stjórnvöldum sem hafa látið heildarhagsmuni lönd og leið, gagnvart vísindamönnum sem hafa brugðist hlutverki sínu, gagnvart stórfyrirtækjum sem hafa lagt hönd á plóg til að þagga niður í frjálsum skoðanaskiptum og svipta okkur mannhelginni. Við erum öll ábyrg Við megum þó ekki gleyma því að á endanum erum við ábyrg, öll sem eitt. Við getum ekki látið okkur nægja að vera neytendur og láta okkur samfélagið í léttu rúmi liggja. Við verðum að vera samfélagsþegnar, verðum að standa vörð um frelsi okkar og réttindi og taka þátt í að móta samfélagið. Sú barátta á sér engan endapunkt. Henni linnir aldrei. Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur. Við þurfum á öllum stuðningi að halda, í hvaða formi sem hann er. Þessi barátta er erfið, og það er margt sem bendir til að hún eigi eftir að harðna. Við munum þurfa að færa fórnir. En uppgjöf er ekki í boði, því það sem er í húfi er framtíð sem er manninum samboðin. Og fyrir henni verðum við að berjast af fórnfýsi, af hugrekki, af heilindum, en umfram allt í bróðerni. Höfundur er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun