Rashford skoraði í sjötta leiknum í röð er United komst í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 22:00 Marcus Rashford skorar og skorar þessa dagana. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Marcus Rashford hefur verið sjóðandi heitur í liði Manchester United undanfarnar vikur og hann skoraði í sínum sjötta leik í röð fyrir liðið er United tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með 3-0 sigri gegn C-deildarliði Charlton í kvöld. Heimamenn í United byrjuðu af miklum krafti og ógnuðu marki gestanna ítrekað á upphafsmínútunum. Það skilaði sér loksins í marki þegar Antony lét vaða fyrir utan teig á 21. mínútu og boltinn söng í netinu fjær. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var í meira jafnvægi þar sem gestirnir í Charlton náðu að skapa sér eitt og eitt hálffæri. Liðið náði þó aldrei að ógna forystu United að neinu viti og varamaðurinn Marcus Rashford gerði út um vonir þeirra með marki á 90. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann gulltryggði sigur heimamanna, lokatölur 3-0 og Manchester United er á leið í undanúrslit á kostnað Charlton. Enski boltinn
Marcus Rashford hefur verið sjóðandi heitur í liði Manchester United undanfarnar vikur og hann skoraði í sínum sjötta leik í röð fyrir liðið er United tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með 3-0 sigri gegn C-deildarliði Charlton í kvöld. Heimamenn í United byrjuðu af miklum krafti og ógnuðu marki gestanna ítrekað á upphafsmínútunum. Það skilaði sér loksins í marki þegar Antony lét vaða fyrir utan teig á 21. mínútu og boltinn söng í netinu fjær. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var í meira jafnvægi þar sem gestirnir í Charlton náðu að skapa sér eitt og eitt hálffæri. Liðið náði þó aldrei að ógna forystu United að neinu viti og varamaðurinn Marcus Rashford gerði út um vonir þeirra með marki á 90. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann gulltryggði sigur heimamanna, lokatölur 3-0 og Manchester United er á leið í undanúrslit á kostnað Charlton.