Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2023 10:01 Leikmennirnir sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á þeim bestu í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. Arnór Atlason Lið: KA (2000-04) Staða: Vinstri skytta Fæðingarár: 1984 Íslandsmeistari: 2002 Bikarmeistari: 2004 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Besti leikmaður: 2004 Markakóngur: 2004 Leikir í deild: 80 Mörk í deild: 469 Leikir í úrslitakeppni: 20 Mörk í úrslitakeppni: 80 Eins og með marga af silfur- og bronsdrengjunum er ekki margt ósagt um feril Arnórs Atlasonar. Nema kannski að rifja upp hvernig hann gjörsigraði efstu deild áður en hann fór til Magdeburg 2004. Tímabilið 2003-04 var Arnór langbesti leikmaður deildarinnar. Hann var til að mynda markakóngur hennar með 237 mörk í 25 leikjum, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aldrei hefur markakóngur efstu deildar verið með jafn mörg mörk að meðaltali í leik og Arnór 2003-04, allavega í seinni tíð. Arnór Atlason í bikarúrslitaleik KA og Fram 2004. Hann skoraði þrettán mörk í leiknum.þórir tryggvason Svo átti Arnór auðvitað eina bestu frammistöðu í bikarúrslitaleik fyrr og síðar. KA og Fram áttust við í bikarúrslitaleiknum 2004 þar sem Arnór skoraði hvorki fleiri né færri en þrettán mörk í öruggum sigri KA-manna, 31-23. Arnór fór eins langt með KA-liðið og mögulegt var og eftir þetta tímabil voru engin fleiri lönd fyrir hann að nema hér heima. Það þurfti að horfa út í heim og þar lék Arnór næstu fjórtán árin á frábærum ferli. 29. Vignir Svavarsson Lið: Haukar (2000-05, 2019-20) Staða: Línumaður Fæðingarár: 1980 Íslandsmeistari: 2001, 2003, 2004, 2005 Bikarmeistari: 2001, 2002 Deildarmeistari: 2002, 2003, 2004, 2005 Besti varnarmaður: 2005 Leikir í deild: 136 Mörk í deild: 309 Leikir í úrslitakeppni: 38 Mörk í úrslitakeppni: 100 Það tók Vigni Svavarsson nokkurn tíma að verða aðallínumaður Hauka enda var hinn stórgóði Aliaksandr Shamkuts þar fyrir. En Vignir var algjör lykilmaður í Haukaliðinu sem vann Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum í röð (2003-05). Haukar voru sérstaklega öflugir í úrslitakeppninni 2004 og 2005, töpuðu þar aðeins einum leik og unnu úrslitaeinvígin bæði, 3-0. Eftir langa dvöl í atvinnumennsku sneri Vignir Svavarsson heim í Hauka 2019.vísir/bára Vignir varð betri með hverju ári og síðasta tímabilið hans hér á landi, 2004-05, var hann valinn besti varnarmaður deildarinnar. Eftir það hélt hann út og var atvinnumaður í fjórtán ár. Vignir lauk ferlinum svo með Haukum covid-tímabilið 2019-20. Eftir það lauk glæsilegum ferli eins leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. 28. Aron Rafn Eðvarðsson Lið: Haukar (2008-13), ÍBV (2017-18), Haukar (2021-) Staða: Markvörður Fæðingarár: 1989 Íslandsmeistari: 2010, 2018 Bikarmeistari: 2010, 2012, 2018 Deildarmeistari: 2010, 2012-13, 2018 Silfur: 2013 Besti markvörður: 2012 Leikir í deild: 116 Mörk í deild: 6 Leikir í úrslitakeppni: 27 Mörk í úrslitakeppni: 2 Þrátt fyrir að vera búnir að safna svakalegu liði, fá Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert heim, stóðu Eyjamenn slippir og snauðir eftir tímabilið 2016-17. Tímabilið á eftir unnu þeir hins vegar allt sem hægt var að vinna. Munurinn á ÍBV-liðinu milli ára var einn maður: Aron Rafn Eðvarðsson. Okei, kannski smá einföldun en hann var síðasta púslið sem vantaði í Eyjamyndina. Aron Rafn átti eina bestu heimkomu, eða millilendingu, atvinnumanns sem sögur fara af. Hann varði og varði, ÍBV vann og vann og stóð uppi með alla þrjá titlana sem í boði voru. Og Aron Rafn var verðskuldað valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Rafn Eðvarðsson í bikarúrslitaleiknum 2018 þar sem ÍBV sigraði Fram.vísir/valli Þetta eitt og sér hefði átt að skila honum inn á þennan lista en ofan á þetta bætast auðvitað við árin hjá Haukum. Þar var Aron Rafn hluti af öðru þrennuliði, 2010, þó vissulega sem varamarkvörður fyrir Birki Ívar Guðmundsson. Hann var síðan aðalmarkvörður Hauka og var valinn besti markvörður deildarinnar 2012. Höfuðmeiðsli hafa komið í veg fyrir að Aron Rafn hafi látið að sér kveða eftir aðra heimkomuna en það er vonandi að hann snúi aftur inn á völlinn sem fyrst. 27. Sturla Ásgeirsson Lið: ÍR, Valur Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1980 Bikarmeistari: 2011, 2013 Silfur: 2003 Markakóngur: 2014 Leikir í deild: 288 Mörk í deild: 1492 Leikir í úrslitakeppni: 34 Mörk í úrslitakeppni: 138 Leitun er að meiri markamaskínu en Sturlu Ásgeirssyni. Á löngum ferli raðaði hann inn mörkum, aðallega í Olís-deildinni. Alls urðu deildarmörkin hans 1492 í 288 leikjum, eða 5,2 að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri mörk í efstu deild á Íslandi en Sturla: Valdimar Grímsson, Bjarki Sigurðsson, Halldór Ingólfsson og Ásbjörn Friðriksson. Hann er því í afar góðum félagsskap á þessum lista. Sturla Ásgeirsson fagnar einu fjölmargra marka sem hann skoraði á ferlinum.vísir/bára Sturla lék lengst af ferilsins með ÍR en kom einnig við í Val. Þar vann bikarmeistaratitilinn 2011 en hitti annars á frekar klén ár hjá Val. Sturla sneri svo aftur í ÍR og varð bikarmeistari með liðinu 2013. Þetta reyndust einu tveir titlarnir sem hann vann á ferlinum. Það væri þó ódýrt að láta það sverta ferilinn og afrekaskrána á einhvern hátt enda er Sturla einn besti vinstri hornamaður sem Ísland hefur alið; nýtti færin sín einkar vel, með góða skottækni og frábær í hraðaupphlaupum. 26. Agnar Smári Jónsson Lið: Valur, ÍBV Staða: Hægri skytta Fæðingarár: 1993 Íslandsmeistari: 2014, 2018, 2021, 2022 Bikarmeistari: 2015, 2018, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2018, 2020, 2022 Leikir í deild: 214 Mörk í deild: 639 Leikir í úrslitakeppni: 43 Mörk í úrslitakeppni: 154 Maður stóru leikjanna, maðurinn sem grípur augnablikið með báðum höndum og gerir það að sínu, maðurinn sem þú veist að er tilbúinn að taka af skarið á úrslitastundu. Það er Agnar Smári Jónsson; Robert Horry íslenska handboltans. Flestir væru sáttir með að eiga eitt frægt augnablik þegar kemur að því að vinna titla. En Agnar Smári á þrjú. Það fyrsta og frægasta var auðvitað markið sem tryggði ÍBV sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Á troðfullum Ásvöllum 14. maí 2014 kórónaði Agnar Smári stórleik sinn þegar hann tók frákast af eigin skoti og skoraði sigurmark ÍBV í oddaleik gegn Haukum, 29-28. Þetta var hans þrettánda mark í leiknum. Agnar Smári Jónsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2018.vísir/andri marinó Hin tvö augnablikin komu á þrennutímabili ÍBV 2017-18. Agnar Smári var besti leikmaður vallarins í bikarúrslitaleiknum gegn Fram og skoraði tólf mörk úr þrettán skotum. Hann var ekki hættur að kvelja Frammara því í lokaumferð Olís-deildarinnar skoraði hann sigurmark Eyjamanna í Safamýrinni og tryggði þeim þar með deildarmeistaratitilinn. Ekki var allt búið enn því ÍBV gerði frábært tímabil stórkostlegt með því að verða Íslandsmeistari í annað sinn. Síðan Agnar Smári sneri aftur til Vals hefur liðið rakað inn titlum þótt hlutverk hans hafi minnkað mikið. En hann er ás sem er alltaf gott að hafa uppi í erminni. Agnar Smári hefur haft gríðarlega mikil áhrif á íslenskan handbolta síðasta áratuginn eða svo. Liðin hans vinna og þegar hann var uppi á sitt besta var enginn sem þú vildir frekar að væri með boltann í höndunum og léti vaða í lokasókninni. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
30. Arnór Atlason Lið: KA (2000-04) Staða: Vinstri skytta Fæðingarár: 1984 Íslandsmeistari: 2002 Bikarmeistari: 2004 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Besti leikmaður: 2004 Markakóngur: 2004 Leikir í deild: 80 Mörk í deild: 469 Leikir í úrslitakeppni: 20 Mörk í úrslitakeppni: 80 Eins og með marga af silfur- og bronsdrengjunum er ekki margt ósagt um feril Arnórs Atlasonar. Nema kannski að rifja upp hvernig hann gjörsigraði efstu deild áður en hann fór til Magdeburg 2004. Tímabilið 2003-04 var Arnór langbesti leikmaður deildarinnar. Hann var til að mynda markakóngur hennar með 237 mörk í 25 leikjum, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aldrei hefur markakóngur efstu deildar verið með jafn mörg mörk að meðaltali í leik og Arnór 2003-04, allavega í seinni tíð. Arnór Atlason í bikarúrslitaleik KA og Fram 2004. Hann skoraði þrettán mörk í leiknum.þórir tryggvason Svo átti Arnór auðvitað eina bestu frammistöðu í bikarúrslitaleik fyrr og síðar. KA og Fram áttust við í bikarúrslitaleiknum 2004 þar sem Arnór skoraði hvorki fleiri né færri en þrettán mörk í öruggum sigri KA-manna, 31-23. Arnór fór eins langt með KA-liðið og mögulegt var og eftir þetta tímabil voru engin fleiri lönd fyrir hann að nema hér heima. Það þurfti að horfa út í heim og þar lék Arnór næstu fjórtán árin á frábærum ferli. 29. Vignir Svavarsson Lið: Haukar (2000-05, 2019-20) Staða: Línumaður Fæðingarár: 1980 Íslandsmeistari: 2001, 2003, 2004, 2005 Bikarmeistari: 2001, 2002 Deildarmeistari: 2002, 2003, 2004, 2005 Besti varnarmaður: 2005 Leikir í deild: 136 Mörk í deild: 309 Leikir í úrslitakeppni: 38 Mörk í úrslitakeppni: 100 Það tók Vigni Svavarsson nokkurn tíma að verða aðallínumaður Hauka enda var hinn stórgóði Aliaksandr Shamkuts þar fyrir. En Vignir var algjör lykilmaður í Haukaliðinu sem vann Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum í röð (2003-05). Haukar voru sérstaklega öflugir í úrslitakeppninni 2004 og 2005, töpuðu þar aðeins einum leik og unnu úrslitaeinvígin bæði, 3-0. Eftir langa dvöl í atvinnumennsku sneri Vignir Svavarsson heim í Hauka 2019.vísir/bára Vignir varð betri með hverju ári og síðasta tímabilið hans hér á landi, 2004-05, var hann valinn besti varnarmaður deildarinnar. Eftir það hélt hann út og var atvinnumaður í fjórtán ár. Vignir lauk ferlinum svo með Haukum covid-tímabilið 2019-20. Eftir það lauk glæsilegum ferli eins leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. 28. Aron Rafn Eðvarðsson Lið: Haukar (2008-13), ÍBV (2017-18), Haukar (2021-) Staða: Markvörður Fæðingarár: 1989 Íslandsmeistari: 2010, 2018 Bikarmeistari: 2010, 2012, 2018 Deildarmeistari: 2010, 2012-13, 2018 Silfur: 2013 Besti markvörður: 2012 Leikir í deild: 116 Mörk í deild: 6 Leikir í úrslitakeppni: 27 Mörk í úrslitakeppni: 2 Þrátt fyrir að vera búnir að safna svakalegu liði, fá Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert heim, stóðu Eyjamenn slippir og snauðir eftir tímabilið 2016-17. Tímabilið á eftir unnu þeir hins vegar allt sem hægt var að vinna. Munurinn á ÍBV-liðinu milli ára var einn maður: Aron Rafn Eðvarðsson. Okei, kannski smá einföldun en hann var síðasta púslið sem vantaði í Eyjamyndina. Aron Rafn átti eina bestu heimkomu, eða millilendingu, atvinnumanns sem sögur fara af. Hann varði og varði, ÍBV vann og vann og stóð uppi með alla þrjá titlana sem í boði voru. Og Aron Rafn var verðskuldað valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Aron Rafn Eðvarðsson í bikarúrslitaleiknum 2018 þar sem ÍBV sigraði Fram.vísir/valli Þetta eitt og sér hefði átt að skila honum inn á þennan lista en ofan á þetta bætast auðvitað við árin hjá Haukum. Þar var Aron Rafn hluti af öðru þrennuliði, 2010, þó vissulega sem varamarkvörður fyrir Birki Ívar Guðmundsson. Hann var síðan aðalmarkvörður Hauka og var valinn besti markvörður deildarinnar 2012. Höfuðmeiðsli hafa komið í veg fyrir að Aron Rafn hafi látið að sér kveða eftir aðra heimkomuna en það er vonandi að hann snúi aftur inn á völlinn sem fyrst. 27. Sturla Ásgeirsson Lið: ÍR, Valur Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1980 Bikarmeistari: 2011, 2013 Silfur: 2003 Markakóngur: 2014 Leikir í deild: 288 Mörk í deild: 1492 Leikir í úrslitakeppni: 34 Mörk í úrslitakeppni: 138 Leitun er að meiri markamaskínu en Sturlu Ásgeirssyni. Á löngum ferli raðaði hann inn mörkum, aðallega í Olís-deildinni. Alls urðu deildarmörkin hans 1492 í 288 leikjum, eða 5,2 að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri mörk í efstu deild á Íslandi en Sturla: Valdimar Grímsson, Bjarki Sigurðsson, Halldór Ingólfsson og Ásbjörn Friðriksson. Hann er því í afar góðum félagsskap á þessum lista. Sturla Ásgeirsson fagnar einu fjölmargra marka sem hann skoraði á ferlinum.vísir/bára Sturla lék lengst af ferilsins með ÍR en kom einnig við í Val. Þar vann bikarmeistaratitilinn 2011 en hitti annars á frekar klén ár hjá Val. Sturla sneri svo aftur í ÍR og varð bikarmeistari með liðinu 2013. Þetta reyndust einu tveir titlarnir sem hann vann á ferlinum. Það væri þó ódýrt að láta það sverta ferilinn og afrekaskrána á einhvern hátt enda er Sturla einn besti vinstri hornamaður sem Ísland hefur alið; nýtti færin sín einkar vel, með góða skottækni og frábær í hraðaupphlaupum. 26. Agnar Smári Jónsson Lið: Valur, ÍBV Staða: Hægri skytta Fæðingarár: 1993 Íslandsmeistari: 2014, 2018, 2021, 2022 Bikarmeistari: 2015, 2018, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2018, 2020, 2022 Leikir í deild: 214 Mörk í deild: 639 Leikir í úrslitakeppni: 43 Mörk í úrslitakeppni: 154 Maður stóru leikjanna, maðurinn sem grípur augnablikið með báðum höndum og gerir það að sínu, maðurinn sem þú veist að er tilbúinn að taka af skarið á úrslitastundu. Það er Agnar Smári Jónsson; Robert Horry íslenska handboltans. Flestir væru sáttir með að eiga eitt frægt augnablik þegar kemur að því að vinna titla. En Agnar Smári á þrjú. Það fyrsta og frægasta var auðvitað markið sem tryggði ÍBV sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Á troðfullum Ásvöllum 14. maí 2014 kórónaði Agnar Smári stórleik sinn þegar hann tók frákast af eigin skoti og skoraði sigurmark ÍBV í oddaleik gegn Haukum, 29-28. Þetta var hans þrettánda mark í leiknum. Agnar Smári Jónsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2018.vísir/andri marinó Hin tvö augnablikin komu á þrennutímabili ÍBV 2017-18. Agnar Smári var besti leikmaður vallarins í bikarúrslitaleiknum gegn Fram og skoraði tólf mörk úr þrettán skotum. Hann var ekki hættur að kvelja Frammara því í lokaumferð Olís-deildarinnar skoraði hann sigurmark Eyjamanna í Safamýrinni og tryggði þeim þar með deildarmeistaratitilinn. Ekki var allt búið enn því ÍBV gerði frábært tímabil stórkostlegt með því að verða Íslandsmeistari í annað sinn. Síðan Agnar Smári sneri aftur til Vals hefur liðið rakað inn titlum þótt hlutverk hans hafi minnkað mikið. En hann er ás sem er alltaf gott að hafa uppi í erminni. Agnar Smári hefur haft gríðarlega mikil áhrif á íslenskan handbolta síðasta áratuginn eða svo. Liðin hans vinna og þegar hann var uppi á sitt besta var enginn sem þú vildir frekar að væri með boltann í höndunum og léti vaða í lokasókninni.
Lið: KA (2000-04) Staða: Vinstri skytta Fæðingarár: 1984 Íslandsmeistari: 2002 Bikarmeistari: 2004 Deildarmeistari: 2001 Silfur: 2001 Besti leikmaður: 2004 Markakóngur: 2004 Leikir í deild: 80 Mörk í deild: 469 Leikir í úrslitakeppni: 20 Mörk í úrslitakeppni: 80
Lið: Haukar (2000-05, 2019-20) Staða: Línumaður Fæðingarár: 1980 Íslandsmeistari: 2001, 2003, 2004, 2005 Bikarmeistari: 2001, 2002 Deildarmeistari: 2002, 2003, 2004, 2005 Besti varnarmaður: 2005 Leikir í deild: 136 Mörk í deild: 309 Leikir í úrslitakeppni: 38 Mörk í úrslitakeppni: 100
Lið: Haukar (2008-13), ÍBV (2017-18), Haukar (2021-) Staða: Markvörður Fæðingarár: 1989 Íslandsmeistari: 2010, 2018 Bikarmeistari: 2010, 2012, 2018 Deildarmeistari: 2010, 2012-13, 2018 Silfur: 2013 Besti markvörður: 2012 Leikir í deild: 116 Mörk í deild: 6 Leikir í úrslitakeppni: 27 Mörk í úrslitakeppni: 2
Lið: ÍR, Valur Staða: Vinstra horn Fæðingarár: 1980 Bikarmeistari: 2011, 2013 Silfur: 2003 Markakóngur: 2014 Leikir í deild: 288 Mörk í deild: 1492 Leikir í úrslitakeppni: 34 Mörk í úrslitakeppni: 138
Lið: Valur, ÍBV Staða: Hægri skytta Fæðingarár: 1993 Íslandsmeistari: 2014, 2018, 2021, 2022 Bikarmeistari: 2015, 2018, 2021, 2022 Deildarmeistari: 2018, 2020, 2022 Leikir í deild: 214 Mörk í deild: 639 Leikir í úrslitakeppni: 43 Mörk í úrslitakeppni: 154
Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01