Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 09:11 Gervigreind fylgja bæði hættur og tækifæri. Getty/NurPhoto/Jonathan Raa Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. Stendur nú skýrt í reglum að notkun gervigreindar jafngildi svindli. Sérfræðingur í gervigreind segir háskólana hins vegar í „vopnakapphlaupi“ sem þeir geti ekki unnið. ChatGPT er meðal þeirra gervigreindarforrita sem vakið hafa sérstaka athygli á síðustu misserum og hefur þegar verið bannað á öllum tækjum nemenda í skólum í New York vegna áhyggja af „neikvæðum áhrifum á nám“ og möguleikanum á ritstuldi. Í Lundúnum gerði einn fræðimaður tilraun þar sem hann mataði ChatGPT á prófspurningu frá 2022 en hann sagði í kjölfarið að svarið hefði verið skiljanlegt, náð utan um efnið og komið aðalatriðum á framfæri, eitthvað sem nemendur ættu oft erfitt með. Forritið virðist þannig geta skilað skjótu og trúverðugu svari, eða jafnvel heilli ritgerð, sem myndi standast allar prófanir sem ætlað er að koma upp um ritstuld. Enda um „frumleg“ skrif að ræða. Samstarfsvettvangur átta stærstu rannsóknarháskóla Ástralíu ræðir nú leiðir til að mæta vandanum. Meðal úrræða sem gripið verður til á þessu ári er aukin yfirseta í prófum og prófa þar sem gripið verður til gamalla ráða; blaðs og penna. Forsvarsmenn skólanna gera sér hins vegar grein fyrir því að gervigreind er það sem koma skal og mun meðal annars nýtast við kennslu. Þess vegna sé mikilvægt að kenna nemendum að nota hana á lögmætan hátt. Ástralía Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Stendur nú skýrt í reglum að notkun gervigreindar jafngildi svindli. Sérfræðingur í gervigreind segir háskólana hins vegar í „vopnakapphlaupi“ sem þeir geti ekki unnið. ChatGPT er meðal þeirra gervigreindarforrita sem vakið hafa sérstaka athygli á síðustu misserum og hefur þegar verið bannað á öllum tækjum nemenda í skólum í New York vegna áhyggja af „neikvæðum áhrifum á nám“ og möguleikanum á ritstuldi. Í Lundúnum gerði einn fræðimaður tilraun þar sem hann mataði ChatGPT á prófspurningu frá 2022 en hann sagði í kjölfarið að svarið hefði verið skiljanlegt, náð utan um efnið og komið aðalatriðum á framfæri, eitthvað sem nemendur ættu oft erfitt með. Forritið virðist þannig geta skilað skjótu og trúverðugu svari, eða jafnvel heilli ritgerð, sem myndi standast allar prófanir sem ætlað er að koma upp um ritstuld. Enda um „frumleg“ skrif að ræða. Samstarfsvettvangur átta stærstu rannsóknarháskóla Ástralíu ræðir nú leiðir til að mæta vandanum. Meðal úrræða sem gripið verður til á þessu ári er aukin yfirseta í prófum og prófa þar sem gripið verður til gamalla ráða; blaðs og penna. Forsvarsmenn skólanna gera sér hins vegar grein fyrir því að gervigreind er það sem koma skal og mun meðal annars nýtast við kennslu. Þess vegna sé mikilvægt að kenna nemendum að nota hana á lögmætan hátt.
Ástralía Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira