Seinni bylgjan: Er ekki svolítið skrýtið að baráttumaðurinn hverfi í heilan mánuð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 12:00 Ágúst Þór Jóhannsson er að gera frábæra hluti sem þjálfari kvennaliðs Vals en liðið tapar öllum leikjum þegar hann er upptekinn með karlalandsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í Olís deild kvenna, er upptekinn með karlalandsliðinu þessa dagana í tengslum við HM í handbolta og stýrir því ekki sínu liði í Olís deild kvenna í þessum mánuði. Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira