Sjónvarpskaupendum velkomið að fá mismuninn endurgreiddan Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 21:44 Óttar Örn Sigurbergsson er framkvæmdastjóri Elko. VÍsir/Vilhelm/Aðsend Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun. Ellý Hauksdóttir Hauth vakti athygli á því í fyrradag að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í Elko. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma var um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Vísir hafði samband við Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóra Elko, í gær til þess að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert í dag. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í gær. Þurfa að vera vel vakandi og bregðast hratt við Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Óttar Örn að líftími sjónvarpa í úrvali verslana sé yfirleitt um níu til tólf mánuðir og töluverðar verðlækkanir geti verið á þeim tíma, sérstaklega þegar nær dregur enda líftímans og það fari meðal annars eftir eftirspurn og framboði í Evrópu. „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir þróuninni og bregðast hratt við, og ef við erum mögulega of sein eins og í þessu tilviki þá eru viðskiptavinir okkar fljótir að láta vita af því. Þetta sjónvarp var lækkað á sunnudaginn síðasta eins og kemur fram í verðsögu tækisins á www.elko.is,“ segir hann. Hér má sjá verðþróun sjónvarpsins frá júlí síðasta árs.elko.is „Til þess er leikurinn gerður“ Í svari Óttar Arnar segir að Elko tryggi öryggi viðskiptavina sinna og því geti þeir sem keypt hafa sjónvarpið á hærra verðinu á síðustu þrjátíu dögum sótt verðvernd hjá fyrirtækinu og þannig fengið mismuninn endurgreiddan. Einnig sé í boði að skila tækinu, velja nýtt eða fá endurgreitt, þó að sjónvarpið hafi verið notað. „Þeim, sem keyptu það innan þrjátíu daga, er velkomið að koma og sækja verðvernd. Til þess er leikurinn gerður, til þess að tryggja öryggi neytenda fyrir einmitt svona verðlækkunum.“ sagði Óttar Örn í stuttu samtali við Vísi fyrr í kvöld. Verðlag Verslun Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Ellý Hauksdóttir Hauth vakti athygli á því í fyrradag að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í Elko. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma var um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Vísir hafði samband við Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóra Elko, í gær til þess að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert í dag. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í gær. Þurfa að vera vel vakandi og bregðast hratt við Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Óttar Örn að líftími sjónvarpa í úrvali verslana sé yfirleitt um níu til tólf mánuðir og töluverðar verðlækkanir geti verið á þeim tíma, sérstaklega þegar nær dregur enda líftímans og það fari meðal annars eftir eftirspurn og framboði í Evrópu. „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir þróuninni og bregðast hratt við, og ef við erum mögulega of sein eins og í þessu tilviki þá eru viðskiptavinir okkar fljótir að láta vita af því. Þetta sjónvarp var lækkað á sunnudaginn síðasta eins og kemur fram í verðsögu tækisins á www.elko.is,“ segir hann. Hér má sjá verðþróun sjónvarpsins frá júlí síðasta árs.elko.is „Til þess er leikurinn gerður“ Í svari Óttar Arnar segir að Elko tryggi öryggi viðskiptavina sinna og því geti þeir sem keypt hafa sjónvarpið á hærra verðinu á síðustu þrjátíu dögum sótt verðvernd hjá fyrirtækinu og þannig fengið mismuninn endurgreiddan. Einnig sé í boði að skila tækinu, velja nýtt eða fá endurgreitt, þó að sjónvarpið hafi verið notað. „Þeim, sem keyptu það innan þrjátíu daga, er velkomið að koma og sækja verðvernd. Til þess er leikurinn gerður, til þess að tryggja öryggi neytenda fyrir einmitt svona verðlækkunum.“ sagði Óttar Örn í stuttu samtali við Vísi fyrr í kvöld.
Verðlag Verslun Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira