Innlent

Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grímur Grímsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.
Grímur Grímsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Vísir/Vilhelm

Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar.

Rannsóknin er langt komin að sögn Gríms Grímssonar yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.

Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en þó ekki í lífshættu. Hún var útskrifuð af spítala í desember.


Tengdar fréttir

Í gæslu­varð­hald grunaður um til­raun til mann­dráps

Karlmaður sem réðst að fyrrverandi eiginkonu sinni með öxi fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal í gær hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×