Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. janúar 2023 16:52 Maðurinn var við kennslu á valdbeitingarnámskeiði fyrir lögreglumenn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra. Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira