Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2023 16:31 Lögreglumaður við RIchneck-grunnskólann í Virginíu eftir að sex ára drengur skaut kennara sinn í kennslustofu. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira