„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þeir þýsku unnu leik sunnudagsins eftir sigur Íslands á laugardeginum. Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig. Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“ Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira