Héldu verðlaunaafhendinguna án sigurvegarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Hin finnska Kerttu Niskanen og hin norska Tiril Udnes Weng lentu í öðru og þriðja sæti og fengu að stíga upp á pallinn en enn sigurvegarinn Frida Karlsson. AP/Alessandro Trovati Sænska skíðagöngukonan Frida Karlsson tryggði sér um helgina sigur í Tour de Ski skíðagöngukeppninni sem lauk á Ítalíu í gær. Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skíðaíþróttir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skíðaíþróttir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira