Héldu verðlaunaafhendinguna án sigurvegarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Hin finnska Kerttu Niskanen og hin norska Tiril Udnes Weng lentu í öðru og þriðja sæti og fengu að stíga upp á pallinn en enn sigurvegarinn Frida Karlsson. AP/Alessandro Trovati Sænska skíðagöngukonan Frida Karlsson tryggði sér um helgina sigur í Tour de Ski skíðagöngukeppninni sem lauk á Ítalíu í gær. Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skíðaíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skíðaíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira