Frumvarp um mannréttindabrot Gunnar Hlynur Úlfarsson skrifar 9. janúar 2023 07:01 23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi. Í 17. – 19. grein frumvarpsins er gefin heimild til lögreglu að þvinga flóttafólk í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Slíkar athafnir eru ekkert annað en brot á mannréttindum fólks og dómar um slíkt hafa meðal annars fallið í Mannréttindadómstól Evrópu, sem telur að þvinguð inngrip læknis séu brot á 3. grein sáttmálans nema hægt sé að sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn (sjá mál Jalloh gegn Þýskalandi 2006). Ekki er hægt að ímynda sér annað en að það að þurfa að sæta læknisrannsókn gegn vilja sínum sé ákaflega niðurlægjandi upplifun. Ekki bætir það málið að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi hefur í nóg öðru að snúast og hafa ábyggilega sjálf ekki vilja til þess að framkvæma slíkar rannsóknir að beiðni lögreglu. Umsagnir um frumvarpið frá heilbrigðisstarfsfólki hafa borist sem virðast setja sig hart upp á móti því. Í 5. gr. frumvarpsins er svo lagt fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sviptir grunnþjónustu 30 dögum eftir birtingu framkvæmdarhæfar ákvörðunar í máli þeirra. Það þýðir að flóttafólk fái ekki framfærslu, þak yfir höfuðið eða aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem enn fremur skerðir mannréttindi þeirra. Eflaust er markmiðið að losna við fólkið úr landinu sem fyrst, en það ætti að vera öllum ljóst að það fer enginn sjálfviljugur til baka í aðstæðurnar sem þau flúðu til að byrja með, eða þá til Grikklands þar sem yfirvöld vilja meina að öruggt sé fyrir fólk að lifa en aðgangur að þaki yfir höfuðið, heilbrigðiskerfi og námi fyrir börnin er lítill sem enginn. Þessar breytingar munu einungis senda fólk á götuna hér á landi þar sem þau verða berskjölduð fyrir frekari misnotkun, heilbrigðiskvillum og ofbeldi. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu sem hafa það eingöngu að markmiði að skerða mannréttindi flóttafólks, þar á meðal að takmarka tímann sem þau hafa til að kynna sér gögn Útlendingastofnunar áður en málið fer til kærunefndar útlendingamála, takmarka réttinn til fjölskyldusameiningar og gera lögreglu kleift að afla læknisfræðilegra gagna án samþykkis. Allt eru þetta varhugaverðar tillögur sem virðast stangast á við mannréttindaákvæði Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, helst hvað varðar friðhelgi einkalífsins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. En ekki taka mitt orð fyrir því. Lestu frekar umsagnir sem hafa borist frá samtökum á borð við: Unicef sem sagði það vera ljóst að „stjórnvöld lögðu ekki mat á það sem barni er fyrir bestu við mótun þessarar tillögu að lagabreytingu“, Solaris sem sagði frumvarpið vera „birtingarmynd kerfisbundins rasisma á Íslandi“, Amnesty International á Íslandi sem bendir á nokkra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og breytingartillagan kemur til með að fara gegn, Rauða Krossinn sem gaf út tuttugu-og-átta blaðsíðna umsögn um frumvarpið og nefnir meðal annars að ljóst sé að „markmiðið með því að skylda einstaklinga í líkamsrannsókn og/eða heilbrigðisskoðun fellur ekki undir þau markmið sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli Evrópu telja lögmæt, Barnaheill sem telur að verði frumvarpið að lögum þá munu “Óbein áhrif á börn [koma] fram í almennt verri lífsskilyrðum fyrir börn af margvíslegum ástæðum”, Læknafélag Íslands sem telur frumvarpið “ekki samræmast þeim siðareglum sem læknar starfa eftir.” Langi þig, kæri lesandi, ekki að verða þvingaður af lögreglunni í læknisrannsókn, hent á götuna, sviptur allri framfærslu og látið lögregluna grugga í persónuupplýsingum þínum allt á meðan verið er að takmarka rétt þinn til að leita réttar þíns í dómskerfinu, þá ættir þú að setja þig gegn frumvarpinu með mér. Og sért þú einn af þeim sem hrópar húrra yfir því að flóttafólk sé sent úr landi í stórum stíl ættir þú einnig að berjast gegn frumvarpinu með mér, því ég stórlega efast um að þú viljir að vandamálið þróist í enn meiri fjölgun heimilislausra hér á landi með tilheyrandi þyngslum á heilbrigðis- og efnahagskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mannréttindi Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Sjá meira
23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi. Í 17. – 19. grein frumvarpsins er gefin heimild til lögreglu að þvinga flóttafólk í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Slíkar athafnir eru ekkert annað en brot á mannréttindum fólks og dómar um slíkt hafa meðal annars fallið í Mannréttindadómstól Evrópu, sem telur að þvinguð inngrip læknis séu brot á 3. grein sáttmálans nema hægt sé að sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn (sjá mál Jalloh gegn Þýskalandi 2006). Ekki er hægt að ímynda sér annað en að það að þurfa að sæta læknisrannsókn gegn vilja sínum sé ákaflega niðurlægjandi upplifun. Ekki bætir það málið að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi hefur í nóg öðru að snúast og hafa ábyggilega sjálf ekki vilja til þess að framkvæma slíkar rannsóknir að beiðni lögreglu. Umsagnir um frumvarpið frá heilbrigðisstarfsfólki hafa borist sem virðast setja sig hart upp á móti því. Í 5. gr. frumvarpsins er svo lagt fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sviptir grunnþjónustu 30 dögum eftir birtingu framkvæmdarhæfar ákvörðunar í máli þeirra. Það þýðir að flóttafólk fái ekki framfærslu, þak yfir höfuðið eða aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem enn fremur skerðir mannréttindi þeirra. Eflaust er markmiðið að losna við fólkið úr landinu sem fyrst, en það ætti að vera öllum ljóst að það fer enginn sjálfviljugur til baka í aðstæðurnar sem þau flúðu til að byrja með, eða þá til Grikklands þar sem yfirvöld vilja meina að öruggt sé fyrir fólk að lifa en aðgangur að þaki yfir höfuðið, heilbrigðiskerfi og námi fyrir börnin er lítill sem enginn. Þessar breytingar munu einungis senda fólk á götuna hér á landi þar sem þau verða berskjölduð fyrir frekari misnotkun, heilbrigðiskvillum og ofbeldi. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu sem hafa það eingöngu að markmiði að skerða mannréttindi flóttafólks, þar á meðal að takmarka tímann sem þau hafa til að kynna sér gögn Útlendingastofnunar áður en málið fer til kærunefndar útlendingamála, takmarka réttinn til fjölskyldusameiningar og gera lögreglu kleift að afla læknisfræðilegra gagna án samþykkis. Allt eru þetta varhugaverðar tillögur sem virðast stangast á við mannréttindaákvæði Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, helst hvað varðar friðhelgi einkalífsins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. En ekki taka mitt orð fyrir því. Lestu frekar umsagnir sem hafa borist frá samtökum á borð við: Unicef sem sagði það vera ljóst að „stjórnvöld lögðu ekki mat á það sem barni er fyrir bestu við mótun þessarar tillögu að lagabreytingu“, Solaris sem sagði frumvarpið vera „birtingarmynd kerfisbundins rasisma á Íslandi“, Amnesty International á Íslandi sem bendir á nokkra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og breytingartillagan kemur til með að fara gegn, Rauða Krossinn sem gaf út tuttugu-og-átta blaðsíðna umsögn um frumvarpið og nefnir meðal annars að ljóst sé að „markmiðið með því að skylda einstaklinga í líkamsrannsókn og/eða heilbrigðisskoðun fellur ekki undir þau markmið sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli Evrópu telja lögmæt, Barnaheill sem telur að verði frumvarpið að lögum þá munu “Óbein áhrif á börn [koma] fram í almennt verri lífsskilyrðum fyrir börn af margvíslegum ástæðum”, Læknafélag Íslands sem telur frumvarpið “ekki samræmast þeim siðareglum sem læknar starfa eftir.” Langi þig, kæri lesandi, ekki að verða þvingaður af lögreglunni í læknisrannsókn, hent á götuna, sviptur allri framfærslu og látið lögregluna grugga í persónuupplýsingum þínum allt á meðan verið er að takmarka rétt þinn til að leita réttar þíns í dómskerfinu, þá ættir þú að setja þig gegn frumvarpinu með mér. Og sért þú einn af þeim sem hrópar húrra yfir því að flóttafólk sé sent úr landi í stórum stíl ættir þú einnig að berjast gegn frumvarpinu með mér, því ég stórlega efast um að þú viljir að vandamálið þróist í enn meiri fjölgun heimilislausra hér á landi með tilheyrandi þyngslum á heilbrigðis- og efnahagskerfið.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun