„Ég hef fullan stuðning“ Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 15:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Getty Images Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea. Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira