Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. janúar 2023 14:30 Getty Images Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim. Spánn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim.
Spánn Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira