Í söluyfirliti á fasteignavef Vísis segir að Emburhöfði sé löngu komin í eyði, en sé þó lögbýli. Henni fylgi þrjár eyjar aðrar, Nautey, Litla-Nautey og Díanes. Hægt sé að komast fótgangandi milli alla eyjanna á fjöru.

Eyjarnar eru samtals um 2,5 ferkílómetrar að flatarmáli og á þeirri stærstu er að finna lítinn sumarbústað, starfsmannahús og geymslu. Með í kaupunum fylgja tvær sólarsellur, vindmylla, rafstöð, þrír stórir geymar, tvær útungunarvélar, vatnsdæla, verkfæri og Zodiak linbotna bátur með fimmtíu hestafla mótor.

Þá segir í söluyfirliti að eigendur eyjanna fái að jafnaði þrettán til tuttugu kíló af hreinsuðum dún á ári.
Seljendur setja ekki verðmiða á herlegheitin heldur óska þeir eftir því að vongóðir kaupendur geri þeim tilboð.

Ítarlegar upplýsingar um eignina má sjá hér að neðan ásamt fleiri myndum: