Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 08:56 Margir hafa bent á að Rússar hafi ekki veigrað sér við að sprengja upp skotmörk 25. desember, þegar flestir Úkraínumanna héldu upp á jólin. AP/Alexei Alexandrov Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. Forsetinn sagði í næturávarpi sínu að markmið vopnahlésins væri eingöngu að gefa Rússum ráðrúm til að koma hermönnum og hergögnum á framlínur átakanna í Donbas. „En hverju mun það skila þeim? Bara frekari aukningu í fjölda látinna,“ sagði hann. Selenskí talaði á rússnesku í stað úkraínsku og sagði að átökin myndu ekki enda fyrr en hermenn Rússlands yfirgæfu Úkraínu sjálfviljugir eða yrði „hent út“ af Úkraínumönnum. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu strax í gær lítið fyrir yfirlýsingar Vladimir Pútín um vopnahlé yfir jólahátíðina og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þær til marks um að Pútín væri að reyna að „finna súrefni“. Þá hefði honum orðið hugsað til þess að Rússlandsforseti hefði ekki veigrað sér við að sprengja upp sjúkrahús og kirkjur 25. desember, þegar flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir yfirlýsingarnar líklega upplýsingaherferð ætlaða til að sverta orðspor Úkraínu. Pútín geti ekki gert kröfu um að stjórnvöld í Úkraínu samþykki vopnahlé á þessum tíma en Rússar muni í kjölfarið fordæma Úkraínumenn fyrir að vera óviljuga til sátta. Allar líkur séu á að Rússar hyggist nota tímann til að safna vopnum sínum. NEW: #Putin s announcement that Russian forces will conduct a 36-hour ceasefire in observance of Russian Orthodox Christmas is likely an information operation intended to damage #Ukraine s reputation. https://t.co/v9UjOap837 pic.twitter.com/MgBPo2FRQh— ISW (@TheStudyofWar) January 6, 2023 Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Forsetinn sagði í næturávarpi sínu að markmið vopnahlésins væri eingöngu að gefa Rússum ráðrúm til að koma hermönnum og hergögnum á framlínur átakanna í Donbas. „En hverju mun það skila þeim? Bara frekari aukningu í fjölda látinna,“ sagði hann. Selenskí talaði á rússnesku í stað úkraínsku og sagði að átökin myndu ekki enda fyrr en hermenn Rússlands yfirgæfu Úkraínu sjálfviljugir eða yrði „hent út“ af Úkraínumönnum. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu strax í gær lítið fyrir yfirlýsingar Vladimir Pútín um vopnahlé yfir jólahátíðina og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þær til marks um að Pútín væri að reyna að „finna súrefni“. Þá hefði honum orðið hugsað til þess að Rússlandsforseti hefði ekki veigrað sér við að sprengja upp sjúkrahús og kirkjur 25. desember, þegar flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir yfirlýsingarnar líklega upplýsingaherferð ætlaða til að sverta orðspor Úkraínu. Pútín geti ekki gert kröfu um að stjórnvöld í Úkraínu samþykki vopnahlé á þessum tíma en Rússar muni í kjölfarið fordæma Úkraínumenn fyrir að vera óviljuga til sátta. Allar líkur séu á að Rússar hyggist nota tímann til að safna vopnum sínum. NEW: #Putin s announcement that Russian forces will conduct a 36-hour ceasefire in observance of Russian Orthodox Christmas is likely an information operation intended to damage #Ukraine s reputation. https://t.co/v9UjOap837 pic.twitter.com/MgBPo2FRQh— ISW (@TheStudyofWar) January 6, 2023
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00