Rútubílstjórinn sem festist tvisvar á jóladag með réttarstöðu sakbornings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 07:03 Rútan festist í tvígang á jóladag og greint var frá því að samskipti björgunarsveita við bílstjórann hefðu gengið stirðlega. AÐSEND Rútubílstjórinn sem festi bifreið sína tvívegis á jóladag eftir að hafa hunsað lokanir var yfirheyrður af lögreglu og er með réttarstöðu sakbornings. Sök hans er að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir málið nú liggja hjá ákæruvaldinu eða vera á leiðinni þangað. Rútan varð fyrst föst seinni part jóladags á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu. Vegurinn hafði þá verið lokaður frá því um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst að losa rútuna en um kvöldið festist hún aftur, þá við Dyrhólaey. Þá tók lengri tíma að losa rútuna, sem þveraði veginn með þeim afleiðingum að björgunarsveitafólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í frétt Vísis frá 27. desember er haft eftir Guðjóni Ármanni Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Hópbíla, að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn um borð hefðu ekki séð merkingar um lokun. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ sagði Guðjón. Fréttablaðið hefur eftir Jóni Hermannssyni, aðgerðastjóra björgunarsveita á Suðurlandi, sem stýrði aðgerðum þennan dag, að svo virðist sem forsvarsmenn Hópbíla hafi hins vegar orðið margasaga um hvað gerðist. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því þegar lögregla hringdi í bílstjóran eftir að hann festist fyrst og sagt honum að snúa við. Þá hafi hann verið varaður við við Seljalandsfoss og beðinn um að halda ekki af stað. Veður Umferð Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir málið nú liggja hjá ákæruvaldinu eða vera á leiðinni þangað. Rútan varð fyrst föst seinni part jóladags á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu. Vegurinn hafði þá verið lokaður frá því um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst að losa rútuna en um kvöldið festist hún aftur, þá við Dyrhólaey. Þá tók lengri tíma að losa rútuna, sem þveraði veginn með þeim afleiðingum að björgunarsveitafólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í frétt Vísis frá 27. desember er haft eftir Guðjóni Ármanni Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Hópbíla, að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn um borð hefðu ekki séð merkingar um lokun. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ sagði Guðjón. Fréttablaðið hefur eftir Jóni Hermannssyni, aðgerðastjóra björgunarsveita á Suðurlandi, sem stýrði aðgerðum þennan dag, að svo virðist sem forsvarsmenn Hópbíla hafi hins vegar orðið margasaga um hvað gerðist. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því þegar lögregla hringdi í bílstjóran eftir að hann festist fyrst og sagt honum að snúa við. Þá hafi hann verið varaður við við Seljalandsfoss og beðinn um að halda ekki af stað.
Veður Umferð Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira