Rútubílstjórinn sem festist tvisvar á jóladag með réttarstöðu sakbornings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 07:03 Rútan festist í tvígang á jóladag og greint var frá því að samskipti björgunarsveita við bílstjórann hefðu gengið stirðlega. AÐSEND Rútubílstjórinn sem festi bifreið sína tvívegis á jóladag eftir að hafa hunsað lokanir var yfirheyrður af lögreglu og er með réttarstöðu sakbornings. Sök hans er að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir málið nú liggja hjá ákæruvaldinu eða vera á leiðinni þangað. Rútan varð fyrst föst seinni part jóladags á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu. Vegurinn hafði þá verið lokaður frá því um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst að losa rútuna en um kvöldið festist hún aftur, þá við Dyrhólaey. Þá tók lengri tíma að losa rútuna, sem þveraði veginn með þeim afleiðingum að björgunarsveitafólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í frétt Vísis frá 27. desember er haft eftir Guðjóni Ármanni Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Hópbíla, að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn um borð hefðu ekki séð merkingar um lokun. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ sagði Guðjón. Fréttablaðið hefur eftir Jóni Hermannssyni, aðgerðastjóra björgunarsveita á Suðurlandi, sem stýrði aðgerðum þennan dag, að svo virðist sem forsvarsmenn Hópbíla hafi hins vegar orðið margasaga um hvað gerðist. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því þegar lögregla hringdi í bílstjóran eftir að hann festist fyrst og sagt honum að snúa við. Þá hafi hann verið varaður við við Seljalandsfoss og beðinn um að halda ekki af stað. Veður Umferð Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir málið nú liggja hjá ákæruvaldinu eða vera á leiðinni þangað. Rútan varð fyrst föst seinni part jóladags á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu. Vegurinn hafði þá verið lokaður frá því um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst að losa rútuna en um kvöldið festist hún aftur, þá við Dyrhólaey. Þá tók lengri tíma að losa rútuna, sem þveraði veginn með þeim afleiðingum að björgunarsveitafólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í frétt Vísis frá 27. desember er haft eftir Guðjóni Ármanni Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Hópbíla, að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn um borð hefðu ekki séð merkingar um lokun. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ sagði Guðjón. Fréttablaðið hefur eftir Jóni Hermannssyni, aðgerðastjóra björgunarsveita á Suðurlandi, sem stýrði aðgerðum þennan dag, að svo virðist sem forsvarsmenn Hópbíla hafi hins vegar orðið margasaga um hvað gerðist. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því þegar lögregla hringdi í bílstjóran eftir að hann festist fyrst og sagt honum að snúa við. Þá hafi hann verið varaður við við Seljalandsfoss og beðinn um að halda ekki af stað.
Veður Umferð Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira