„Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 21:31 Árni Bjarnason, eftirlaunaþegi og fyrrverandi sjómaður til margra ára. Vísir/Arnar Fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins sáluga furðar sig á umdeildri orðalagsbreytingu í lögum um áhafnir skipa, sem skiptir „fiskimanni“ út fyrir „fiskara“ í nafni kynhlutleysis. Hann telur ólíklegt að fólkið að baki breytingunni hafi migið í saltan sjó. Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis. Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Frumvarpið var nýlega samþykkt á Alþingi og hefur reynst umdeilt - en ekki vegna efnistakanna. Í greinargerð segir eftirfarandi: „Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta.“ Þetta hefur mörgum þótt of langt gengið í baráttunni gegn kynjatvíhyggjunni, eins og líflegar umræður á Facebook síðustu daga bera með sér. Verður sjómannadagurinn framvegis fiskaradagurinn? Þetta er meðal spurninga sem velt hefur verið upp. Áleitin spurning, vissulega, en sérfræðingar í tungumálinu okkar, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus til dæmis, hafa ekki þungar áhyggjur af því að sú verði raunin. Eða, þær hefur raunar íslenskufræðingurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem telur orðinu sjómaður ógnað. Hennar máltifinning hafni beinlínis orðinu fiskari. Þó ber að geta þess að orðið sjómaður kemur raunar margoft fram í umræddu frumvarpi, eins og sést í fréttinni. Löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni En hvað segja fiskimennirnir - eða fiskararnir - sjálfir? Árni Bjarnason, fyrrverandi sjómaður til áratuga og fyrrverandi Forseti farmanna og fiskimannasambandsins sáluga, hefur orðið var við talsvert ósætti í stéttinni. „Í fyrsta lagi held ég að löggjafinn breyti ekki þjóðarsálinni og því sem fólk vill nota, dagsdaglega. Fiskimaður er eitthvað sem ég held að þeir hrófli ekki við þarna á Alþingi með einhverjum lagabreytingum.“ En hvað með konur eða aðra á sjó, sem ef til vill samsama sig ekki með „fiskimaður“? Árni man ekki til þess að þær konur sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafi látið slík heiti á sig fá. „Þær voru aldrei að tala um þetta. Þær bara voru að gera eins og allir aðrir sjómenn sem ég hef verið með, bara að standa sig í stykkinu.“ Þá virðist Árna fólkið að baki breytingunni í litlum tengslum við fiskimenn landsins. „Ég held það sé ekki mikið slor á höndunum á þeim.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, ræða þetta hitamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Og hér fyrir neðan ræðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir málið í sama þætti nú síðdegis.
Sjávarútvegur Íslensk tunga Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira