Yfirlögfræðingur FTX sagður vinna með saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 12:05 Snaran virðist sífellt herðast um háls Sams Bankman-Frieds, fyrrverandi forstjóra FTX. Nokkrir af nánustu samverkamönnum hans vinna með saksóknurum sem rannsaka meinta fjárglæpi hans. AP/Seth Wenig Fyrrverandi yfirlögfræðingur fallna rafmyntafyrirtækisins FTX er sagður hafa veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar um hvernig Sam Bankman-Fried notaði innistæður viðskiptavini til að fjármagna eigin viðskipti. Búist er við því að hann verði eitt af lykilvitnum ákæruvaldsins gegn Bankman-Fried. FTX var tekið til gjaldþrotameðferðar eftir að fyrirtækið átti ekki lengur fyrir innistæðum viðskiptavina sinna. Þeir gerðu hliðstæðu bankaáhlaups og tóku út innistæður að andvirði milljarða dollara á örfáum dögum eftir að fregnir bárust af því að fyrirtækið gæti verið í vanda statt. FTX var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. Bankman-Fried, stofnandi og forstjóri FTX, er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og brot á lögum um framlög til stjórnmálaflokka. Hann var framseldur frá Bahamaeyjum til Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þegar hann kom fyrir dómara fyrr í þessari viku lýsti hann sig saklausan af ákæruefninu. Hann gæti átt yfir höfði sér áratugalangt fangelsi verði hann fundinn sekur. Sagði af sér rétt fyrir hrunið Reuters-fréttastofan segir frá því Daniel Friedberg, fyrrverandi yfirlögfræðingur FTX, vinni nú með saksóknurum að rannsókn þeirra á fyrirtækinu. Hann hafi átt fund með fulltrúum alríkissaksóknara, alríkislögreglunnar og verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna innan við tveimur vikum eftir fall FTX. Á þeim fundi hafi Friedberg sagt rannsakendum það sem hann vissi um hvernig Bankman-Fried hefði notað fjármuni viðskiptavini FTX til þess að halda Alamada Research, vogunarsjóði í sinni eigu, á floti. Heimildir Reuters herma að Friedberg sjálfur sé ekki til rannsóknar og að hann verði væntanlega á vitnalista ákæruvaldsins í málinu gegn Bankman-Fried. Friedberg sagði af sér degi áður en Bankman-Fried upplýsti æðstu stjórnendur FTX um að lausafé fyrirtækisins væri nánast á þrotum og tveimur dögum áður en það óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Áður hefur komið fram að tveir af nánustu samverkamönnum Bankman-Frieds játuðu sig seka um misferli og að þeir vinni nú með saksóknurum í skiptum fyrir vægari refsingu. Þeirra á meðal er Caroline Ellison, fyrrverandi forstjóri Alameda Research og fyrrverandi kærasta Bankman-Frieds. Skiptastjóri FTX hefur lýst því sem átti sér stað innan veggja fyrirtækisins sem mestu óstjórn sem hann hafi orðið vitni að. Hann sá engu að síður um endurskipulagningu orkurisans Enron sem fór á hausinn með miklum tilþrifum í skugga stórfelldra bókhaldsblekkinga við upphaf aldarinnar. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. 23. desember 2022 11:42 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
FTX var tekið til gjaldþrotameðferðar eftir að fyrirtækið átti ekki lengur fyrir innistæðum viðskiptavina sinna. Þeir gerðu hliðstæðu bankaáhlaups og tóku út innistæður að andvirði milljarða dollara á örfáum dögum eftir að fregnir bárust af því að fyrirtækið gæti verið í vanda statt. FTX var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. Bankman-Fried, stofnandi og forstjóri FTX, er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og brot á lögum um framlög til stjórnmálaflokka. Hann var framseldur frá Bahamaeyjum til Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þegar hann kom fyrir dómara fyrr í þessari viku lýsti hann sig saklausan af ákæruefninu. Hann gæti átt yfir höfði sér áratugalangt fangelsi verði hann fundinn sekur. Sagði af sér rétt fyrir hrunið Reuters-fréttastofan segir frá því Daniel Friedberg, fyrrverandi yfirlögfræðingur FTX, vinni nú með saksóknurum að rannsókn þeirra á fyrirtækinu. Hann hafi átt fund með fulltrúum alríkissaksóknara, alríkislögreglunnar og verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna innan við tveimur vikum eftir fall FTX. Á þeim fundi hafi Friedberg sagt rannsakendum það sem hann vissi um hvernig Bankman-Fried hefði notað fjármuni viðskiptavini FTX til þess að halda Alamada Research, vogunarsjóði í sinni eigu, á floti. Heimildir Reuters herma að Friedberg sjálfur sé ekki til rannsóknar og að hann verði væntanlega á vitnalista ákæruvaldsins í málinu gegn Bankman-Fried. Friedberg sagði af sér degi áður en Bankman-Fried upplýsti æðstu stjórnendur FTX um að lausafé fyrirtækisins væri nánast á þrotum og tveimur dögum áður en það óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Áður hefur komið fram að tveir af nánustu samverkamönnum Bankman-Frieds játuðu sig seka um misferli og að þeir vinni nú með saksóknurum í skiptum fyrir vægari refsingu. Þeirra á meðal er Caroline Ellison, fyrrverandi forstjóri Alameda Research og fyrrverandi kærasta Bankman-Frieds. Skiptastjóri FTX hefur lýst því sem átti sér stað innan veggja fyrirtækisins sem mestu óstjórn sem hann hafi orðið vitni að. Hann sá engu að síður um endurskipulagningu orkurisans Enron sem fór á hausinn með miklum tilþrifum í skugga stórfelldra bókhaldsblekkinga við upphaf aldarinnar.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. 23. desember 2022 11:42 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58
Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. 23. desember 2022 11:42
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01