Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. janúar 2023 20:31 Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ. Vísir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við. Mikil umræða er nú í gangi um reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á heimsmeistaramótinu sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu viku. Í fyrradag var greint frá því að að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Fréttirnar hafa vakið hörð viðbrögð og sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, að reglurnar valdi forráðamönnum sambandsins miklum áhyggjum en kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á Evrópumótinu í janúar á síðasta ári. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ sagði Róbert Geir í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þá hefur Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, skrifað IHF opið bréf á Twitter sem hefur vakið mikla athygli en þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. „Það er mjög erfitt að breyta þessu“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem fram kom að forráðamenn HSÍ hafi vitað af umræddum reglum í einhvern tíma. „Við erum búnir að vita þetta í einhvern tíma um það hvernig þessar reglur eru og hvaða kröfur eru gerðar og höfum reynt að bregðast við því,“ sagði Guðmundur í viðtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson. Guðmundur er ekki sérlega bjartsýnn á að umrædd mótmæli muni hafa tilætluð áhrif. „Þessi ákvörðun er löngu tekin og hún er tekin af stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins. Þar inni eru fulltrúar Evrópu, frá evrópska sambandinu þar sem fjármálastjórinn er frá Svíþjóð og formaður mótanefndar er Dani. Þessi evrópsku sjónarmið og viðhorf gagnvart kórónuveirunni sem við erum með hafa öll komið fram.“ „Það sem við vorum að setja mest út á er að það ætti að taka próf eftir riðilinn og fyrir milliriðilinn, við teljum að það sé mesta áhættan í þessu. Í samstarfi við aðrar þjóðir eins og Danmörku, Spán, Frakkland og fleiri þá vildum við fá þessu aflétt. Því var bara hafnað án allra raka. Það er mjög erfitt að breyta þessu.“ Guðmundur segist vera mjög ósáttur við aðferðina sem sé beitt. Á EM kvenna í handbolta hafi aðeins verið tekið próf fyrir mótið og ekkert virðist hafa verið gert á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. „Eflaust er litið á þetta öðruvísi í öðrum heimsálfum þar sem bólusetningar hafa ekki verið eins miklar og hér. Ef við horfum á þetta út frá Evrópu og stöðunni í Evrópu þá erum við mjög ósáttir og teljum þetta algjöran óþarfa. Svíarnir, þar sem þetta mót er, þeir hafa verið með vægustu reglurnar hvað varðar kórónuveiruna.“ Klippa: Viðtal við Guðmund B. Ólafsson Hann segir að í endann snúist þetta um að halda mótið og það sama og umræðan snerist um hér á Íslandi síðustu misseri, annars vegar að vernda þá sem eru viðkvæmari og á hinn vegin að þrengja frelsi hinna. „Þetta er umræða sem við höfum verið að taka sjálf undanfarin tvö ár og sitt sýnist hverjum. Ég skil vel að okkur bregði miðað við það hvernig umhverfi við erum að lifa við í dag, þá bregður okkur við svona strangar reglur.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Sjá meira
Mikil umræða er nú í gangi um reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á heimsmeistaramótinu sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu viku. Í fyrradag var greint frá því að að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Fréttirnar hafa vakið hörð viðbrögð og sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, að reglurnar valdi forráðamönnum sambandsins miklum áhyggjum en kórónuveiran lék íslenska liðið grátt á Evrópumótinu í janúar á síðasta ári. „Það voru tólf manns, þegar verst lét, í einangrun. Við þurftum að kalla inn leikmenn hægri, vinstri og starfsmenn. Þetta er gríðarlega dýrt, það er ekki hlaupið að því að kalla inn leikmenn,“ sagði Róbert Geir í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þá hefur Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, skrifað IHF opið bréf á Twitter sem hefur vakið mikla athygli en þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. „Það er mjög erfitt að breyta þessu“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem fram kom að forráðamenn HSÍ hafi vitað af umræddum reglum í einhvern tíma. „Við erum búnir að vita þetta í einhvern tíma um það hvernig þessar reglur eru og hvaða kröfur eru gerðar og höfum reynt að bregðast við því,“ sagði Guðmundur í viðtali við íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson. Guðmundur er ekki sérlega bjartsýnn á að umrædd mótmæli muni hafa tilætluð áhrif. „Þessi ákvörðun er löngu tekin og hún er tekin af stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins. Þar inni eru fulltrúar Evrópu, frá evrópska sambandinu þar sem fjármálastjórinn er frá Svíþjóð og formaður mótanefndar er Dani. Þessi evrópsku sjónarmið og viðhorf gagnvart kórónuveirunni sem við erum með hafa öll komið fram.“ „Það sem við vorum að setja mest út á er að það ætti að taka próf eftir riðilinn og fyrir milliriðilinn, við teljum að það sé mesta áhættan í þessu. Í samstarfi við aðrar þjóðir eins og Danmörku, Spán, Frakkland og fleiri þá vildum við fá þessu aflétt. Því var bara hafnað án allra raka. Það er mjög erfitt að breyta þessu.“ Guðmundur segist vera mjög ósáttur við aðferðina sem sé beitt. Á EM kvenna í handbolta hafi aðeins verið tekið próf fyrir mótið og ekkert virðist hafa verið gert á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Katar. „Eflaust er litið á þetta öðruvísi í öðrum heimsálfum þar sem bólusetningar hafa ekki verið eins miklar og hér. Ef við horfum á þetta út frá Evrópu og stöðunni í Evrópu þá erum við mjög ósáttir og teljum þetta algjöran óþarfa. Svíarnir, þar sem þetta mót er, þeir hafa verið með vægustu reglurnar hvað varðar kórónuveiruna.“ Klippa: Viðtal við Guðmund B. Ólafsson Hann segir að í endann snúist þetta um að halda mótið og það sama og umræðan snerist um hér á Íslandi síðustu misseri, annars vegar að vernda þá sem eru viðkvæmari og á hinn vegin að þrengja frelsi hinna. „Þetta er umræða sem við höfum verið að taka sjálf undanfarin tvö ár og sitt sýnist hverjum. Ég skil vel að okkur bregði miðað við það hvernig umhverfi við erum að lifa við í dag, þá bregður okkur við svona strangar reglur.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2023 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landslið karla í handbolta Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Sjá meira