Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 08:39 Walter Cunningham árið 2014. AP/Steven Senne Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira
Fjölskylda Cunninghams segir að hann hafi látist á sjúkrahúsi vegna afleiðinga falls. Hann hafi lifað fullu og heilu lífi. Apollo 7-leiðangurinn var sá fyrsti í áætluninni þar sem mönnum var skotið út í geim. Cunningham var síðasti eftirlifandi leiðangursmaðurinn en félagar hans, þeir Walter M. Schirra og Donn F. Eisele, er báðir gengnir. Leiðangur þeirra var einnig fyrsti mannaði geimleiðangur bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eftir að þrír geimfarar Apollo 1 fórust í eldsvoða við æfingar í Flórída í janúar árið 1967. Þeim Cunningham, Schirra og Eisele var skotið á loft frá Canaveral-höfða 11. október árið 1968 og við tók ellefu daga langur leiðangur á braut um jörðu. Cunningham var titlaður flugstjóri tunglferjunnar jafnvel þó að engin tunglferja væri með um borð í leiðangrinum. NASA þótti leiðangurinn heppnast svo vel að Apollo 8-leiðangurinn var sendur á braut um tunglið þá í desember. Fyrstu mennirnir lentu svo á yfirborði tunglsins í Apollo 11-leiðangrinum í júlí árið eftir. Geimfararnir þrír sendu sjónvarpsmyndir í beinni útsendingu til jarðar frá sporbraut. Fyrir dagleg fréttaskeyti sín frá braut um jörðu hlutu þeir sérstök Emmy-verðlaun. Gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega Cunningham sagði sjálfur um Apollo 7 að leiðangurinn hafi gert NASA kleift að yfirstíga allar þær hindranir sem voru í veginum eftir Apollo 1-harmleikinn. Apollo 7 hafi verið lengsta og besta heppnaða tilraun með flygildi í sögunni. Hann fór aldrei aftur út í geim heldur sneri sér að verkfræði og viðskiptum þegar hann hætti hjá NASA. Þá gerðist hann útvarpsþáttastjórnandi og ræðumaður. Á efri árum lýsti hann efasemdum sínum um þá staðreynd að menn valdi hnattrænni hlýnun með athöfnum sínum þó að hann viðurkenndi að hann væri enginn loftslagsvísindamaður sjálfur, að sögn AP-fréttastofunnar. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, minntist Cunninghams í tísti í gær. Sagðist hann hafa misst góðan vin með láti Cunninghams. „Bandaríkin og Apollo 11 hefði ekki komist til tunglsins án hugrekkis Walts og Apollo 7. Leiðangur þeirra gerði alla aðra Apollo-leiðangra mögulega,“ tísti Aldrin. I ve lost a good friend with Walt Cunningham passing. America and Apollo 11 wouldn t have gotten to the moon without Walt s courage and Apollo 7. Their mission made possible every other Apollo mission. He is the definition of an American hero, a man of enormous heart. pic.twitter.com/eKQlqpNBfR— Dr. Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) January 3, 2023 Cunningham var einn Apollo-geimfaranna sem æfðu á Íslandi árið 1965. Kynntu þeir sér meðal annars jarðfræði í Öskju í Dyngjufjöllum vegna líkinda sem voru talin á milli þeirra og tunglsins. Cunningham sneri aftur til Íslands í tilefni af fimmtíu ára afmæli æfinganna árið 2015. Cunningham (t.v.) og Schweickart (t.h.) við Nautagil árið 2015.Völundur Jónsson/Könnunarsafnið Rusty Schweickart úr Apollo 9-leiðangrinum (t.v.) með Walter Cunningham (t.h.) í tjaldbúðum bandarísku geimfaranna við Drekagil árið 1965.NASA Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjallaði um Apollo 7-leiðangurinn í útvarpsþáttunum Kapphlaupinu til tunglsins. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. saevarhb · Kapphlaupið til tunglsins 10. þáttur: Fyrsta mannaða geimferð Apollo
Geimurinn Tunglið Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira
Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið. 28. apríl 2021 17:48