„Skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:57 Mikel Arteta var virkilega ósáttur þegar sínir menn fengu ekki vítaspyrnur í kvöld. Julian Finney/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vægast sagt ósáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Sjá meira
Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39