Michael Smith heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:27 Michael Smith er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn. James Chance/Getty Images Englendingurinn Michael Smith tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í pílukasti í kvöld er hann vann nokkuð öruggan 7-4 sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen. Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Pílukast Bretland England Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira
Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023
Pílukast Bretland England Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira