„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2023 21:30 Jón Mýrdal skorar á veitingamenn að vera óhræddir við að rukka nóg. Vísir/Egill Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“ Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“
Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15