Gamla liðinu hennar Glódísar Perlu hent út úr sænsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku hjá sænska liðinu Eskilstuna United en er nú leikmaður stórliðs Bayern. Getty/Christian Hofer Eskilstuna United endaði í áttunda sæti í sænsku kvennadeildinni í fótbolta á síðustu leiktíð og var 28 stigum frá fallsæti. Það breytir ekki því að liðinu hefur verið hent út úr sænsku deildinni. Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021. Sænski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021.
Sænski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira