Denver vann uppgjör bestu liðanna en Boston er með betra lið: Tímabilið í NBA til þessa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. janúar 2023 23:31 Nikola Jokić er á toppnum í Vesturdeild NBA en liðið er þó ekki líklegt til árangurs í úrslitakeppninni. Matthew Stockman/Getty Images Það hefur margt komið á óvart í NBA deildinni í körfubolta það sem af er tímabili. Sigur Denver Nuggets á Boston Celtics aðfaranótt mánudags kom hins vegar ekki mikið á óvart, eða hvað? Fyrir leik liðanna síðustu nótt var Celtics á toppi Austurdeildar á meðan Nuggets er á toppi Vesturdeildarinnar. Á meðan Jayson Tatum og Jaylen Brown hafa hikstað að undanförnu – Boston hefur unnið 5 af síðustu 10 – þá hefur Nikola Jokić sýnt allar sínar bestu hliðar. Í nótt var það Jókerinn sem hafði betur en Nuggets vann með 12 stiga mun, 123-111. Jokić endaði með 30 stig, 12 stoðsendingar og 12 fráköst. Brown skoraði 30 stig fyrri Boston og tók 8 fráköst á meðan Tatum skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. 30 PTS, 12 REB, 12 AST... Nikola Jokic wasted no time recording his first triple-double of 2023 @nuggets roll to the win at home! pic.twitter.com/PLsDSSaStD— NBA (@NBA) January 2, 2023 Þó Denver hafi unnið þá er Boston enn með besta sigurhlutfall deildarinnar. Það gæti breyst bráðlega þar sem Brooklyn Nets hefur unnið 11 leiki í röð. Það virðist sem Kyrie Irving og Kevin Durant ætli að sýna fólki úr hverju þeir eru gerðir en í upphafi tímabils var útlitið alls ekki bjart í Brooklyn. Austurdeild Boston Celtics er í efsta sætinu þrátt fyrir nokkur óvænt töp að undanförnu. Liðið fór alla leið í úrslit í fyrra og ætlar sér slíkt hið sama í ár. Nú ætlar það sé að vinna titilinn, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan 2008. Nets hafa komið verulega á óvart og stefnir í að liðið fljúgi inn í úrslitakeppnina. Tímabilið er hins vegar langt og komi eitthvað fyrir Durant eða Kyrie er ljóst að tímabilinu er lokið. Það er ekki búist við of miklu í úrslitakeppninni. Milwaukee Bucks er í 3. sæti eftir að hafa aðeins unnið fjóra af síðustu 10 leikjum sínum. Með Giannis Antetokounmpo innanborðs er allt hægt og þá hefur liðið reynslu af því að fara langt í úrslitakeppninni. Liðið á aðeins eftir að verða sterkara þegar líður á. Cleveland Cavaliers eru með ungt og spennandi lið sem getur skotið öllum skelk í bringu. Að því sögðu þá vantar liðinu örlítið meiri reynslu til að fara alla leið, Kevin Love er ekki nóg þó frábær sé. Geta þessir tveir unnið titil?Tim Nwachukwu/Getty Images James Harden er loksins vaknaður sem þýðir að Philadelphia 76ers er nú með tvær stórstjörnur, Harden og Joel Embiid. Rulluspilarar liðsins eru líka betri en flestir slíkir í deildinni en það er erfitt að sjá liðið fara mikið lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar eins og staðan er í dag. Indiana Pacers eru í 6. sæti og hafa komið verulega á óvart. Það er þó erfitt að sjá gott gengi liðsins endast og má reikna með að það detti niður töfluna þegar líður á tímabilið. Gæti þó komist í umspil eða jafnvel úrslitakeppnina eins og liðin fyrir neðan eru að spila. New York Knicks, Miami Heat, Atlanta Hawks og Washington Wizards eru á leiðinni í umspilið að svo stöddu. Þar mætast liðin í 7. og 8. sæti í leik um 7. sæti deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 9. og 10. sæti berjast svo um að spila við 8. sætið um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. 28 PTS16 REB6 AST4 threesJulius Randle leads the Knicks to another W. pic.twitter.com/GhwZQuaVnk— NBA (@NBA) January 2, 2023 Þar fyrir neðan eru Chicago Bulls og Toronto Raptors en bæði lið gera sér að lágmarki vonir um að enda í umspilssæti þegar deildarkeppninni lýkur. Þau þurfa þó að fara girða sig í brók ef þau ætla sér ekki snemma í sumarfrí ásamt Orlando Magic, Charlotte Hornets og Detroit Pistons. Vesturdeild Eins og áður sagði eru Nuggets á toppnum en þar á eftir koma nokkur óvænt lið. Segja má að um Villta Vesturdeild sé að ræða á þessu tímabili. Nuggets hafa undanfarin ár verið með betri liðum Vesturdeildar en aldrei gert almennilega atlögu að þeim stóra. Ástæðan er einföld, Jokić getur ekki gert þetta einn. Uppgangur Memphis Grizzlies heldur áfram en Ja Morant og Skógarbirnirnir daðra við toppsætið í Vestrinu. Frammistaða mennska skógarbjarnarins Steven Adams spilar sinn þátt þar. Það er rosalega erfitt að lesa í úrslitakeppni Vesturdeildar mögulega mun reynsluleysi kosta Morant og félaga. „Hæhæ, ég er mættur!“Sean Gardner/Getty Images New Orleans Pelicans eru svo í nákvæmlega sömu stöðu og Grizzlies. Liðið náði toppsæti deildarinnar óvænt og í stutta stund en er nú fallið í 3. sæti en þó með sama árangur og Grizzlies, 23 sigrar og 13 töp. Zion Williamson er loks mættur af krafti í deildina sem gerir Pelicans að allt öðru dýri en liðið hefur verið undanfarin ár. Luka Dončić hefur spilað hreint út sagt óaðfinnanlega fyrir Dallas Mavericks undanfarnar vikur. Liðið situr í 4. sæti með 21 sigur og 16 töp í fyrstu 37 leikjum sínum. Helsti gallinn er að Luka er svo gott sem einn í liði. Það er bara spurning um hvenær Luka verður bensínlaus og þá mun Dallas lenda í vandræðum. Clippers frá Los Angeles koma þar á eftir en miðað við að liðið hefur verið án Paul George og Kawhi Leonard að mestu til þessa á leiktíðinni er liðið í mjög sterkri stöðu til að gera eitthvað í úrslitakeppninni. Þar á eftir koma nágrannar Clippers í Sacramento Kings. Liðið hefur vægast sagt komið öllum að óvörum á leiktíðinni og sitja í 6. sæti. Kings treysta á sóknarleikinn og hefur tekist að dreifa álaginu þegar kemur að stigaskorun. Varnarlega er liðið hins vegar eins og svissneskur ostur og mun það kosta liðið í úrslitakeppninni, ef það kemst þangað. Phoenix Suns, Portland Trail Blazers, Golden State Warriors og Utah Jazz eru sem stendur þau lið sem eru á leið í umspilið. Miðað við hvernig staðan er þá breytist það í hverri umferð. Reikna má með að sum þessara liða þjóti upp töfluna á meðan önnur sem nefnd voru hér að ofan komi á fleygiferð niður. Þá eru Minnesota Timberwolves ekki á leiðinni í úrslitakeppnina sem stendur og heldur ekki Los Angels Lakers. Fyrrnefnda liðið taldi sig vera með leikmannahóp í að geta barist um heimavallarrétt á meðan Lakers vonuðust til að fullfrískir Anthony Davis og LeBron James væru nóg til að komast að lágmarki í úrslitakeppnina. Hvorugur hefur verið fullfrískur og eru sumir á því að Lakers sé að sóa síðustu árum LeBron. Það er enn nóg eftir af NBA deildinni enda leika liðin 82 leiki áður en úrslitakeppnin hefst. Sem stendur er staðan svona en það getur margt breyst þangað til. Körfubolti NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira
Fyrir leik liðanna síðustu nótt var Celtics á toppi Austurdeildar á meðan Nuggets er á toppi Vesturdeildarinnar. Á meðan Jayson Tatum og Jaylen Brown hafa hikstað að undanförnu – Boston hefur unnið 5 af síðustu 10 – þá hefur Nikola Jokić sýnt allar sínar bestu hliðar. Í nótt var það Jókerinn sem hafði betur en Nuggets vann með 12 stiga mun, 123-111. Jokić endaði með 30 stig, 12 stoðsendingar og 12 fráköst. Brown skoraði 30 stig fyrri Boston og tók 8 fráköst á meðan Tatum skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. 30 PTS, 12 REB, 12 AST... Nikola Jokic wasted no time recording his first triple-double of 2023 @nuggets roll to the win at home! pic.twitter.com/PLsDSSaStD— NBA (@NBA) January 2, 2023 Þó Denver hafi unnið þá er Boston enn með besta sigurhlutfall deildarinnar. Það gæti breyst bráðlega þar sem Brooklyn Nets hefur unnið 11 leiki í röð. Það virðist sem Kyrie Irving og Kevin Durant ætli að sýna fólki úr hverju þeir eru gerðir en í upphafi tímabils var útlitið alls ekki bjart í Brooklyn. Austurdeild Boston Celtics er í efsta sætinu þrátt fyrir nokkur óvænt töp að undanförnu. Liðið fór alla leið í úrslit í fyrra og ætlar sér slíkt hið sama í ár. Nú ætlar það sé að vinna titilinn, eitthvað sem liðið hefur ekki gert síðan 2008. Nets hafa komið verulega á óvart og stefnir í að liðið fljúgi inn í úrslitakeppnina. Tímabilið er hins vegar langt og komi eitthvað fyrir Durant eða Kyrie er ljóst að tímabilinu er lokið. Það er ekki búist við of miklu í úrslitakeppninni. Milwaukee Bucks er í 3. sæti eftir að hafa aðeins unnið fjóra af síðustu 10 leikjum sínum. Með Giannis Antetokounmpo innanborðs er allt hægt og þá hefur liðið reynslu af því að fara langt í úrslitakeppninni. Liðið á aðeins eftir að verða sterkara þegar líður á. Cleveland Cavaliers eru með ungt og spennandi lið sem getur skotið öllum skelk í bringu. Að því sögðu þá vantar liðinu örlítið meiri reynslu til að fara alla leið, Kevin Love er ekki nóg þó frábær sé. Geta þessir tveir unnið titil?Tim Nwachukwu/Getty Images James Harden er loksins vaknaður sem þýðir að Philadelphia 76ers er nú með tvær stórstjörnur, Harden og Joel Embiid. Rulluspilarar liðsins eru líka betri en flestir slíkir í deildinni en það er erfitt að sjá liðið fara mikið lengra en í aðra umferð úrslitakeppninnar eins og staðan er í dag. Indiana Pacers eru í 6. sæti og hafa komið verulega á óvart. Það er þó erfitt að sjá gott gengi liðsins endast og má reikna með að það detti niður töfluna þegar líður á tímabilið. Gæti þó komist í umspil eða jafnvel úrslitakeppnina eins og liðin fyrir neðan eru að spila. New York Knicks, Miami Heat, Atlanta Hawks og Washington Wizards eru á leiðinni í umspilið að svo stöddu. Þar mætast liðin í 7. og 8. sæti í leik um 7. sæti deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 9. og 10. sæti berjast svo um að spila við 8. sætið um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppninni. 28 PTS16 REB6 AST4 threesJulius Randle leads the Knicks to another W. pic.twitter.com/GhwZQuaVnk— NBA (@NBA) January 2, 2023 Þar fyrir neðan eru Chicago Bulls og Toronto Raptors en bæði lið gera sér að lágmarki vonir um að enda í umspilssæti þegar deildarkeppninni lýkur. Þau þurfa þó að fara girða sig í brók ef þau ætla sér ekki snemma í sumarfrí ásamt Orlando Magic, Charlotte Hornets og Detroit Pistons. Vesturdeild Eins og áður sagði eru Nuggets á toppnum en þar á eftir koma nokkur óvænt lið. Segja má að um Villta Vesturdeild sé að ræða á þessu tímabili. Nuggets hafa undanfarin ár verið með betri liðum Vesturdeildar en aldrei gert almennilega atlögu að þeim stóra. Ástæðan er einföld, Jokić getur ekki gert þetta einn. Uppgangur Memphis Grizzlies heldur áfram en Ja Morant og Skógarbirnirnir daðra við toppsætið í Vestrinu. Frammistaða mennska skógarbjarnarins Steven Adams spilar sinn þátt þar. Það er rosalega erfitt að lesa í úrslitakeppni Vesturdeildar mögulega mun reynsluleysi kosta Morant og félaga. „Hæhæ, ég er mættur!“Sean Gardner/Getty Images New Orleans Pelicans eru svo í nákvæmlega sömu stöðu og Grizzlies. Liðið náði toppsæti deildarinnar óvænt og í stutta stund en er nú fallið í 3. sæti en þó með sama árangur og Grizzlies, 23 sigrar og 13 töp. Zion Williamson er loks mættur af krafti í deildina sem gerir Pelicans að allt öðru dýri en liðið hefur verið undanfarin ár. Luka Dončić hefur spilað hreint út sagt óaðfinnanlega fyrir Dallas Mavericks undanfarnar vikur. Liðið situr í 4. sæti með 21 sigur og 16 töp í fyrstu 37 leikjum sínum. Helsti gallinn er að Luka er svo gott sem einn í liði. Það er bara spurning um hvenær Luka verður bensínlaus og þá mun Dallas lenda í vandræðum. Clippers frá Los Angeles koma þar á eftir en miðað við að liðið hefur verið án Paul George og Kawhi Leonard að mestu til þessa á leiktíðinni er liðið í mjög sterkri stöðu til að gera eitthvað í úrslitakeppninni. Þar á eftir koma nágrannar Clippers í Sacramento Kings. Liðið hefur vægast sagt komið öllum að óvörum á leiktíðinni og sitja í 6. sæti. Kings treysta á sóknarleikinn og hefur tekist að dreifa álaginu þegar kemur að stigaskorun. Varnarlega er liðið hins vegar eins og svissneskur ostur og mun það kosta liðið í úrslitakeppninni, ef það kemst þangað. Phoenix Suns, Portland Trail Blazers, Golden State Warriors og Utah Jazz eru sem stendur þau lið sem eru á leið í umspilið. Miðað við hvernig staðan er þá breytist það í hverri umferð. Reikna má með að sum þessara liða þjóti upp töfluna á meðan önnur sem nefnd voru hér að ofan komi á fleygiferð niður. Þá eru Minnesota Timberwolves ekki á leiðinni í úrslitakeppnina sem stendur og heldur ekki Los Angels Lakers. Fyrrnefnda liðið taldi sig vera með leikmannahóp í að geta barist um heimavallarrétt á meðan Lakers vonuðust til að fullfrískir Anthony Davis og LeBron James væru nóg til að komast að lágmarki í úrslitakeppnina. Hvorugur hefur verið fullfrískur og eru sumir á því að Lakers sé að sóa síðustu árum LeBron. Það er enn nóg eftir af NBA deildinni enda leika liðin 82 leiki áður en úrslitakeppnin hefst. Sem stendur er staðan svona en það getur margt breyst þangað til.
Körfubolti NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Sjá meira