„Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2023 21:09 Hinir kærðu eru feðgar og samkvæmt frásögn brotaþolanum í málinu er áreitið og ofbeldið tilkomið vegna meintra ásakana um kynferðisbrot brotaþola í garð fjölskyldumeðlims. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann á hendur manni sem ítrekað hefur haft uppi grófar hótanir, þar á meðal líflátshótanir, í garð annars manns og fjölskyldu hans. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði annan mann í nálgunarbann vegna málsins og er sá hinn sami grunaður um að hafa ráðist á brotaþolann í október síðastliðnum. Landsréttur felldi þann úrskurð hins vegar úr gildi. Hinir kærðu eru feðgar og samkvæmt frásögn brotaþolans í málinu er áreitið og ofbeldið tilkomið vegna meintra ásakana um kynferðisbrot brotaþola í garð fjölskyldumeðlims. „Mundu að ég á ekki erfitt með að sitja í fangelsi“ Í skilaboðum sem hinn ákærði sendi á brotaþolann þann 27. ágúst síðastliðinn segir meðal annars: „Ef ég næ þér einn daginn þá pynta ég þig þangað til þú ert dauður. Og það sama mun ganga yfir foreldra þína. Farðu með þetta í lögguna, mér er skítsama. Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að það sem eftir er. Mundu að ég á ekki erfitt með að sitja í fangelsi.“ Þá kemur meðal annars fram í lögregluskýrslu að þann 11. október síðastliðinn hafi maðurinn hótað því nokkrum sinnum að ef hann myndi rekast á brotaþolann þá myndi hann „drepa hann eða einhvern nákominn honum.“ Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 5. desember síðastliðinn sagði hinn ákærði að hann hefði engan áhuga á að pynta brotaþolann líkamlega heldur „eyðileggja hann andlega“ enda væri það miklu verra að eyðileggja hann andlega en líkamlega þar sem „allt líkamlegt grær og hann jafnar sig.“ Þá hefur faðir brotaþola gefið skýrslu og greint frá hótunum af hendi hins ákærða í sinn garð og sonar síns og lagt fram því til staðfestingar skilaboð sem innihalda hótanir. Skilaboðin eru send á tímabilinu frá 6. febrúar 2021 til 27. ágúst 2022 og hefur hinn ákærði viðurkennt við yfirheyrslur að hafa sent skilaboðin. Þann 11. október síðastliðinn var ráðist á brotaþolann í málinu og er hinn meðákærði í málinu grunaður um að hafa verið þar að verki ásamt öðrum manni. Vitni voru að árásinni, meðal annars lögreglumaður sem stöðvaði kærða og samverkamann hans umrætt sinn og voru þeir handteknir í kjölfarið. Grunur er um að gerendurnir hafi meðal annars sparkað endurtekið í höfuð brotaþolans. Fyrir liggur áverkavottorð sem staðfestir áverka á brotaþola eftir árásina. Báðir úrskurðaðir í nálgunarbann Þann 9. desember síðastliðinn tók lögreglustjóri þá ákvörðun að feðgarnir skyldu báðir sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Þann 20. desember síðastliðinn staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðun ríkislögreglustjóra hvað báða mennina varðar. Feðgarnir skutu báðir úrskurði héraðsdóms til Landsréttar og kröfðust þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að nálgunarbanni verði markaður skemmri tími. Landsréttur tók málið fyrir síðastliðinn föstudag. Í úrskurði Landsréttar í máli hins ákærða segir að með hliðsjón af gögnum málsins og með sérstakri hliðsjón af því sem að framan er rakið verði fallist á með héraðsdómi að fullnægt sé skilyrðum laga fyrir beitingu nálgunarbanns. Í máli hins meðákærða kemur hins vegar fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa 11. október 2022 framið refsivert brot gegn brotaþolanum en andstætt því sem ráða má af forsendum hins kærða úrskurðar liggi ekkert annað fyrir sem rennt getur stoðum undir það að manninum verði gert að sæta nálgunarbanni. Samkvæmt þessu telst ekki hafa verið sýnt fram á að fullnægt sé skilyrðum laga fyrir beitingu nálgunarbanns. Dómsmál Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði annan mann í nálgunarbann vegna málsins og er sá hinn sami grunaður um að hafa ráðist á brotaþolann í október síðastliðnum. Landsréttur felldi þann úrskurð hins vegar úr gildi. Hinir kærðu eru feðgar og samkvæmt frásögn brotaþolans í málinu er áreitið og ofbeldið tilkomið vegna meintra ásakana um kynferðisbrot brotaþola í garð fjölskyldumeðlims. „Mundu að ég á ekki erfitt með að sitja í fangelsi“ Í skilaboðum sem hinn ákærði sendi á brotaþolann þann 27. ágúst síðastliðinn segir meðal annars: „Ef ég næ þér einn daginn þá pynta ég þig þangað til þú ert dauður. Og það sama mun ganga yfir foreldra þína. Farðu með þetta í lögguna, mér er skítsama. Að rústa þér andlega og líkamlega er það eina sem ég mun einbeita mér að það sem eftir er. Mundu að ég á ekki erfitt með að sitja í fangelsi.“ Þá kemur meðal annars fram í lögregluskýrslu að þann 11. október síðastliðinn hafi maðurinn hótað því nokkrum sinnum að ef hann myndi rekast á brotaþolann þá myndi hann „drepa hann eða einhvern nákominn honum.“ Í skýrslutöku hjá lögreglu þann 5. desember síðastliðinn sagði hinn ákærði að hann hefði engan áhuga á að pynta brotaþolann líkamlega heldur „eyðileggja hann andlega“ enda væri það miklu verra að eyðileggja hann andlega en líkamlega þar sem „allt líkamlegt grær og hann jafnar sig.“ Þá hefur faðir brotaþola gefið skýrslu og greint frá hótunum af hendi hins ákærða í sinn garð og sonar síns og lagt fram því til staðfestingar skilaboð sem innihalda hótanir. Skilaboðin eru send á tímabilinu frá 6. febrúar 2021 til 27. ágúst 2022 og hefur hinn ákærði viðurkennt við yfirheyrslur að hafa sent skilaboðin. Þann 11. október síðastliðinn var ráðist á brotaþolann í málinu og er hinn meðákærði í málinu grunaður um að hafa verið þar að verki ásamt öðrum manni. Vitni voru að árásinni, meðal annars lögreglumaður sem stöðvaði kærða og samverkamann hans umrætt sinn og voru þeir handteknir í kjölfarið. Grunur er um að gerendurnir hafi meðal annars sparkað endurtekið í höfuð brotaþolans. Fyrir liggur áverkavottorð sem staðfestir áverka á brotaþola eftir árásina. Báðir úrskurðaðir í nálgunarbann Þann 9. desember síðastliðinn tók lögreglustjóri þá ákvörðun að feðgarnir skyldu báðir sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Þann 20. desember síðastliðinn staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðun ríkislögreglustjóra hvað báða mennina varðar. Feðgarnir skutu báðir úrskurði héraðsdóms til Landsréttar og kröfðust þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að nálgunarbanni verði markaður skemmri tími. Landsréttur tók málið fyrir síðastliðinn föstudag. Í úrskurði Landsréttar í máli hins ákærða segir að með hliðsjón af gögnum málsins og með sérstakri hliðsjón af því sem að framan er rakið verði fallist á með héraðsdómi að fullnægt sé skilyrðum laga fyrir beitingu nálgunarbanns. Í máli hins meðákærða kemur hins vegar fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa 11. október 2022 framið refsivert brot gegn brotaþolanum en andstætt því sem ráða má af forsendum hins kærða úrskurðar liggi ekkert annað fyrir sem rennt getur stoðum undir það að manninum verði gert að sæta nálgunarbanni. Samkvæmt þessu telst ekki hafa verið sýnt fram á að fullnægt sé skilyrðum laga fyrir beitingu nálgunarbanns.
Dómsmál Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira