Innlent

Mygla hefur greinst í um þrjá­tíu skóla­byggingum og búist er við aukningu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Vísir/Sigurjón

Mygla hefur komið upp í um þrjátíu grunn-og leikskólum í Reykjavík. Nú síðast í þremur leikskólum en færa þarf starfsemi tveggja þeirra í annað húsnæði. Sviðsstjóri segir borgina í átaki og telur að fleiri skólar bætist í hópinn.

Helgi Grímsson sviðsstjóri segir að borgin sé í átaki með að fara yfir skólahúsnæði borgarinnar og því líklegt að fleiri skólahúsnæði greinist með myglu en sagt var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

„Það sem vitum núna er og er búið að vera vinna  er að þetta um þrjátíu hús þar sem hefur greinst mygla í mjög mismiklum mæli en þetta segir líka að við erum að gera betur, starfsfólk er líka meðvitaðra en áður um að þessi vandi geti komið upp. Við erum í átaki og þess vegna segi ég að á komandi mánuðum muni bætast í hópinn það tel ég alveg víst,“ segir Helgi. 

Hann segir margt valda því að vandinn sé svona mikill núna.

„Skýringarnar eru margar og við erum ekki eina landið sem hefur farið í gegnum svona tímabil. Ég nefndi t.d. Svíþjóð þar sem svona tímabil kom upp. Það er margt sem kemur saman. Við erum að taka inn ný byggingarefni, hönnun tekur líka breytingu og svo númer eitt tvö og þrjú menn hafa ekki tekið nógu mikið mark á því ef það lekur en þar sem það gerist verður strax að bregðast við,“ segir Helgi Grímsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×