Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2023 08:02 Frá holu til heimilis. Kötturinn Dimma hefur séð tímanna tvenna eftir að hún týndist fyrir fjórum árum. Hún fannst á ný í haust og er komin til síns heima. Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim. Það var þann 11. október 2018 sem Dimma laumaði sér út um rifu á glugga þar sem hún var í pössun í Hlíðunum í Reykjavík. Hennar varð strax sárt saknað og eigendur hennar leituðu hennar statt og stöðugt, án árangurs, eins og tíðar færslur á Facebook bera vitni um. Rétt tæpum fjórum árum síðar, í síðastliðnum september, dró þó til tíðinda. Fregnir bárust af ketti sem hafðist við í holu undir bílskúr í Hlíðunum. Kötturinn reyndist vera Dimma, eins og Vísir sagði frá á sínum tíma. Vegna örmerkis var hægt að finna eigendur Dimmu. „Ég fékk algjört áfall, mér brá svo mikið. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi finnast lifandi,“ segir Björg Valgeirsdóttir, eigandi Dimmu, í samtali við Vísi. Ábending um kött í holu undir bílskúr Rekja má fagnaðarfundina til þess að ábending barst í haust um að köttur hafi hafst við undir holu í bílskúr í Hlíðunum, sem fyrr segir. Fulltrúar dýraverndunarfélagsins Villikatta mættu á svæðið og voru ekki lengi að hafa upp á Dimmu. Holan sem Dimma hafðist í við Hlíðunum.Aðsend „Villikettir komu fyrir búri og hún veiddist bara það kvöld eða daginn eftir. Þau fundu örmerki, hún var geld og örmerkt sem var algjört lykilatriði því að annars hefði ekki verið hægt að finna okkur,“ segir Björg. Ástand Dimmu var nokkuð gott miðað við að hafa þurft að bjarga sjálfri sér í fjögur ár. „Já, hún var náttúrulega grönn og úfin. Hún er hálfur norskur skógarköttur og er með síðan feld. Þannig að hún fór í klippingu og er bara öll að koma til, söm við sig,“ segir Björg. „Hún augljóslega lifði af af því sem hendi var næst á þessum tíma. Hún er allavega mjög blíð og góð, sefur við fæturnar okkar á nóttunni og vill knús,“ segir hún ennfremur. Lykilhlutverk Villikatta Sjálfboðaliði Villikatta fór með Dimmu til dýralæknis í ítarlega heilsufarsskoðun eftir að hún komst í leitirnar. Dimma kom vel út úr þeirri skoðun og leit vel út eftir að annar sjálfboðaliði hafði snyrt hana til og gert fína eftir fjögurra ára veru undir bílskúr. Dimma fór í pössun hjá ættingjum eigenda hennar á meðan flutningur til Lundar í Svíþjóð var undirbúinn, en Björg og fjölskylda hennar hafði flutt þangað eftir að Dimma týndist. Sem gefur að skilja hafði Björg gefið upp alla von á því að Dimma kæmi í leitirnar. Dimma í mestu makindum á heimili hennar.Aðsend „Við vorum alltaf að leita að henni en það er ekki skrýtið að við höfum ekki fundið hana því að hún var að fela sig undir bílskúr.“ Aldrei kom annað til greina en að flytja Dimmu til Svíþjóðar eftir að hún fannst. „Nei, alls ekki. Ég held að þeir sem tengjast gæludýrunum sínum geti aldrei hugsað sér neitt annað en að hafa þau hjá sér,“ segir Björg. Eins og hún hafi aldrei farið Dimma virðist engu hafa gleymt. „Hún kom til okkar í lok nóvember. Það gengur rosa vel og það er augljóst mál að hún þekkti okkur öll. Hún er bara vær og góð.“ Mikil gleði ríkir með að hafa endurheimt Dimmu á heimili Bjargar sem heyrist glögglega á börnum hennar sem í bakgrunni símtalsins svara því játandi hvort að þau sé glöð með að hafa fengið Dimmu til baka. „Ég líka, svo mikið,“ heyrist í yngra barni Bjargar í bakgrunni. „Það er eins og hún hafi aldrei farið,“ segir Björg um hetjuna Dimmu sem komin er heim á ný. Dýr Svíþjóð Kettir Reykjavík Tengdar fréttir Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Það var þann 11. október 2018 sem Dimma laumaði sér út um rifu á glugga þar sem hún var í pössun í Hlíðunum í Reykjavík. Hennar varð strax sárt saknað og eigendur hennar leituðu hennar statt og stöðugt, án árangurs, eins og tíðar færslur á Facebook bera vitni um. Rétt tæpum fjórum árum síðar, í síðastliðnum september, dró þó til tíðinda. Fregnir bárust af ketti sem hafðist við í holu undir bílskúr í Hlíðunum. Kötturinn reyndist vera Dimma, eins og Vísir sagði frá á sínum tíma. Vegna örmerkis var hægt að finna eigendur Dimmu. „Ég fékk algjört áfall, mér brá svo mikið. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi finnast lifandi,“ segir Björg Valgeirsdóttir, eigandi Dimmu, í samtali við Vísi. Ábending um kött í holu undir bílskúr Rekja má fagnaðarfundina til þess að ábending barst í haust um að köttur hafi hafst við undir holu í bílskúr í Hlíðunum, sem fyrr segir. Fulltrúar dýraverndunarfélagsins Villikatta mættu á svæðið og voru ekki lengi að hafa upp á Dimmu. Holan sem Dimma hafðist í við Hlíðunum.Aðsend „Villikettir komu fyrir búri og hún veiddist bara það kvöld eða daginn eftir. Þau fundu örmerki, hún var geld og örmerkt sem var algjört lykilatriði því að annars hefði ekki verið hægt að finna okkur,“ segir Björg. Ástand Dimmu var nokkuð gott miðað við að hafa þurft að bjarga sjálfri sér í fjögur ár. „Já, hún var náttúrulega grönn og úfin. Hún er hálfur norskur skógarköttur og er með síðan feld. Þannig að hún fór í klippingu og er bara öll að koma til, söm við sig,“ segir Björg. „Hún augljóslega lifði af af því sem hendi var næst á þessum tíma. Hún er allavega mjög blíð og góð, sefur við fæturnar okkar á nóttunni og vill knús,“ segir hún ennfremur. Lykilhlutverk Villikatta Sjálfboðaliði Villikatta fór með Dimmu til dýralæknis í ítarlega heilsufarsskoðun eftir að hún komst í leitirnar. Dimma kom vel út úr þeirri skoðun og leit vel út eftir að annar sjálfboðaliði hafði snyrt hana til og gert fína eftir fjögurra ára veru undir bílskúr. Dimma fór í pössun hjá ættingjum eigenda hennar á meðan flutningur til Lundar í Svíþjóð var undirbúinn, en Björg og fjölskylda hennar hafði flutt þangað eftir að Dimma týndist. Sem gefur að skilja hafði Björg gefið upp alla von á því að Dimma kæmi í leitirnar. Dimma í mestu makindum á heimili hennar.Aðsend „Við vorum alltaf að leita að henni en það er ekki skrýtið að við höfum ekki fundið hana því að hún var að fela sig undir bílskúr.“ Aldrei kom annað til greina en að flytja Dimmu til Svíþjóðar eftir að hún fannst. „Nei, alls ekki. Ég held að þeir sem tengjast gæludýrunum sínum geti aldrei hugsað sér neitt annað en að hafa þau hjá sér,“ segir Björg. Eins og hún hafi aldrei farið Dimma virðist engu hafa gleymt. „Hún kom til okkar í lok nóvember. Það gengur rosa vel og það er augljóst mál að hún þekkti okkur öll. Hún er bara vær og góð.“ Mikil gleði ríkir með að hafa endurheimt Dimmu á heimili Bjargar sem heyrist glögglega á börnum hennar sem í bakgrunni símtalsins svara því játandi hvort að þau sé glöð með að hafa fengið Dimmu til baka. „Ég líka, svo mikið,“ heyrist í yngra barni Bjargar í bakgrunni. „Það er eins og hún hafi aldrei farið,“ segir Björg um hetjuna Dimmu sem komin er heim á ný.
Dýr Svíþjóð Kettir Reykjavík Tengdar fréttir Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19. september 2022 17:38