Körfubolti

„Þeir klúðruðu Kobe og eru núna að klúðra Lebron“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Los Angeles Lakers áttu erfitt uppdráttar á síðustu árum Kobe Bryant með liðinu. Hið sama er uppi á teningunum núna með Lebron James.
Los Angeles Lakers áttu erfitt uppdráttar á síðustu árum Kobe Bryant með liðinu. Hið sama er uppi á teningunum núna með Lebron James. Stephen Dunn/Getty Images

Leiðindi Los Angeles Lakers á þessu tímabili er á meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 21:50 á Stöð 2 Sport 2.

Lebron James og Los Angeles Lakers hafa ekki átt góðu gengi að fagna í vetur. Tölur Lebron eru hins vegar góðar enda þarf hann nánast einn síns liðs að draga vagninn.

„Lebron er að skjóta betur en hann gerði árið 2016. 28,5 stig, 8,1 frákast og 6,6 stoðsendingar [að meðaltali í leik]. Hann er með fleiri stig að meðaltali og fleiri fráköst [í ár] en hann er með að meðaltali á ferlinum. Á tímabili tuttugu, á mínútu 53 þúsund, 38 ára gamall,“ segir Hörður Unnsteinsson í þættinum.

„Hvar er vinnueftirlið? Þetta álag er ekki í lagi,“ segir Sigurður Orri Kristjánsson.

„Maður verður bara reiður að hugsa til þess að Lakers er, í annað skiptið núna, að klúðra prime hjá einhverjum besta leikmanni sögunnar,“ segir Hörður, og á þar við slakt gengi Lakers á síðari hluta ferils Kobe Bryant heitins.

„Þeir klúðruðu Kobe og þeir eru að klúðra Lebron,“ segir Hörður.

Klippa: Lögmál leiksins Lebron

Sjá má umræðuna í spilaranum að ofan en þetta og meira til verður í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins sem hefst klukkan 21:50 - strax eftir stórleik Barcelona og Real Madrid í spænska körfuboltanum á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×