Innlent

Hálka og hálku­blettir á stofn­vegum á höfuð­borgar­svæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Förum varlega í umferðinni.
Förum varlega í umferðinni. Vísir/Hanna

Hálka eða hálkublettir eru á stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu og á flesum vegum á suðvesturhorni landsins.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að víða sé þæfingur, þungfært og jafnvel ófært eftir nóttina á vegum á Vesturlandi og sé unnið að hreinsun.

Á Suðurlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum en eitthvað er um þæfingsfærð.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum og ófært um Dynjandisheiði. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Kleifaheiði en þungfært er á Innstrandarvegi, Klettshálsi og Bjarnarfjarðarhálsi. Ófært er á Ennishálsi og norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi er snjóþekja og hálka víða en þæfingur á Vatnsskarði og þungfært um Öxnadalsheiði. Ófært er í Almenningum.

Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja víða en þungfært á Hólasandi. Ófært er á Tjörnesi, Hófaskarði og Dettifossvegi.

Á Austurlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir víða en eitthvað um þæfingsfærð. Þungfært er á Fjarðarheiði.

Á Suðausturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×