Áramótaheit og framtíðarmarkmið Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 1. janúar 2023 20:00 Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Margir strengja áramótaheit, en þeir eru líka margir sem gera það ekki vegna þess að reynslan hefur kennt þeim að lítið verður um efndir þegar á hólminn er komið. Áramótaheit eða framtíðarmarkmið geta verið stór eða smá í sniðum og tilheyrt ýmsum sviðum lífsins. Tökum sem dæmi markmið um að fara í nám, skipta um vinnu, markmið um breytt eða bætt fjölskyldumynstur og svo þessi allra algengustu um að bæta heilsuna í ýmsum útgáfum, til dæmis að borða hollara, fara oftar í ræktina, missa nokkur kíló og svo framvegis. Rifjum aðeins upp hvað varð um áramótaheit liðinna ára? Hvað kom í veg fyrir að þau yrðu að veruleika? Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli þær hugsanir og tilfinningar sem kvikna hjá okkur um það erfiði sem bíður okkar. Í huga okkar allra býr úrtöluvél sem dælir út hugsunum á borð við „þetta er of erfitt, ég get þetta aldrei, ég þori ekki að fara úr öryggi núverandi vinnu“. Hugsanir um framtíðina byrja yfirleitt á „hvað ef“ „hvað ef ég ræð ekki við námið, ég er orðin of gömul/gamall til að skipta um starfsvettvang eða skrá mig í nám. Ég hef nú aldrei verið góður í“…..og svona heldur hugurinn áfram að telja úr okkur kjarkinn. Í kjölfar hugsana kvikna svo tilfinningar á borð við áhyggjur, kvíða, ótta, vonleysi og svo mætti lengi telja. Það er mikilvægt að sýna fyrirhyggju og hugsa um hvaða afleiðingar ákvarðanir hafi fyrir okkur. En það er líka gott að minna sig á að hugsanir okkar eru ekki alltaf sannar. Hugsun getur verið sönn eða ósönn en það er mikilvægara að minna sig á hvort hugsunin er hjálpleg eða óhjálpleg? Mun þessi hugsun færa mig nær því lífi sem ég vil lifa? Ef ég hlýði hugsun minni sem gæti verið: „þú ræður ekki við þetta“ mun það þá færa mig nær eða fjær því lífi sem ég vil lifa og þeim markmiðum sem ég hef sett mér? Gott er að minna sig á gildi sín í lífinu og nota þau sem vörður í átt að markmiðum. Ef ég lifi eftir því gildi að lifa heilbrigðu lífi er líklegra að ég styrki mig líkamlega eða missi nokkur kíló. Ef gildi mín í lífinu eru að reyna eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann er líklegra að ég skrái mig í námið sem ég hef svo lengi ætlað mér eða skipti um starfsvettvang. Það þarf vart að taka fram að markmið okkar þurfa að vera raunsæ og taka mið af aðstæðum okkar. Einnig að minna sig á „hvað ég væri að gera“ öðruvísi ef ég hefði náð markmiði mínu. Margir setja sér huglæg markmið, „mig langar að verða hamingjusöm/hamingjusamur, ná betri líði o.s.frv. Allt eru þetta eðlileg og skiljanleg markmið en það getur verið gott að hafa í huga hvað þú værir að gera öðruvísi ef þú hefðir náð markmiðinu. Hvað myndi ég gera ef ég væri hamingjusamur, hvað gerir mig hamingjusaman? Kannski er svarið við því að þá væri ég félagslega virkari, hitti oftar fjölskyldumeðlimi, hreyfði mig meira o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að minna sig á að leiðin að markmiðum er sjaldnast línuleg. Þeir sem vilja minnka magaummál sitt munu falla í freistni á einhverjum tímapunkti. Sá sem hyggur á breytingar á vinnumarkaði mun að líkindum ekki fá fyrsta starfið sem hann sækir um og sá sem byrjar í námi gæti lent í því að falla eða átta sig á að þetta var ekki rétt ákvörðun. Þeir sem náð hafa markmiðum sínum hafa flestir lent í einhverjum kollsteypum en haldið áfram þrátt fyrir það. Sumir kalla þetta seiglu eða þrautseigju sem er nauðsynlegt veganesti. Ég vona að þetta sé gott veganesti inn í nýtt og gæfuríkara ár. Höfundur er sálfræðingur á Sálfræðistofunni Líf og Sál og á Reykjalundi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun