„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 16:07 Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sem þekkir sögu skólans manna best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn. Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn.
Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira