Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. janúar 2023 20:00 Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. Skipuleggjandi ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem verður haldinn í Hörpu dagana 12. og 13. janúar vonast til að sjá fólk úr stjórnkerfinu þar en meðal fyrirlesara sé lögreglumaður frá Bandaríkjunum sem starfi einnig sem meðferðaraðili með hugvíkkandi efni. „Lögreglumaðurinn vinnur með MDMA sem stundum er nefnt Ecstasy. MDMA er fremst í flokki þeirra efna sem vinna með áfallastreituröskun þannig að mig langar stilla upp hittingi með honum og lögreglunni hér, dómsmálaráðherra og fangelsismálastofnun til þess að þetta fólk skilji hvað er að gerast þarna úti með opnum huga. Þá eru margir lögreglumenn sem þjást af áfallastreituröskun og það hefur sýnt sig samkvæmt þessum aðila að MDMA getur verið hjálplegt í þeirra geira. Það er gaman að geta þess líka að lögregluvarðstjórinn hans kemur líka en þeim finnst ótrúlega spennandi hvað er að gerast hérna.,“ segir Sara. Þessu tengt nefnir Sara María nýja þingsályktun sem lögð var fram um að heimila notkun efnisins sílósóbín í sveppum í geðlækningaskyni, en enn hefur ekki fengist niðurstaða í það mál. Hún segir að stærstu nöfnin í geiranum verði meðal fyrirlesara. Það er fólk sem er leiðandi í þessum efnum í heiminum. Þannig að það eru að koma læknar, prófessorar og sérfræðingar sem eru að vinna að lögleiðingu í þessum málum. Meðal fyrirlesara sé Michael Pollan sem gerði heimildarþættina How to Change your Mind sem sýndir eru á Netflix. Þá sé Rick Doblin væntanlegur en hann er einn af forvígismönnum rannsókna á MDMA í geðlækningskyni. Ben Sessa er líka þekktur en hann vinnur með ketamín og MDMA,“ segir Sara Sara segist finna mikinn áhuga á hugvíkkandi efnum hér á landi. „Það er bylting í heiminum með hugvíkkandi efni. Hún er búin að vera í gangi í mörg ár en síðustu tvö þrjú árin er hún búin að vera að færast í aukanna og er komin til Íslands,“ segir hún. Aðspurð um hættur vegna slíkra efna svarar Sara. „Þessi efni eru hættuleg ef þau eru notuð á rangan hátt en ótrúlega mögnuð ef þau eru notuð á réttan hátt.“ Lyf Geðheilbrigði Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30 „Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“ Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins. 10. nóvember 2022 21:01 Efni úr ofskynjunarsveppum lofar góðu: „Allt öðruvísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þunglyndi“ Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. 11. september 2022 19:27 Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Skipuleggjandi ráðstefnu um hugvíkkandi efni sem verður haldinn í Hörpu dagana 12. og 13. janúar vonast til að sjá fólk úr stjórnkerfinu þar en meðal fyrirlesara sé lögreglumaður frá Bandaríkjunum sem starfi einnig sem meðferðaraðili með hugvíkkandi efni. „Lögreglumaðurinn vinnur með MDMA sem stundum er nefnt Ecstasy. MDMA er fremst í flokki þeirra efna sem vinna með áfallastreituröskun þannig að mig langar stilla upp hittingi með honum og lögreglunni hér, dómsmálaráðherra og fangelsismálastofnun til þess að þetta fólk skilji hvað er að gerast þarna úti með opnum huga. Þá eru margir lögreglumenn sem þjást af áfallastreituröskun og það hefur sýnt sig samkvæmt þessum aðila að MDMA getur verið hjálplegt í þeirra geira. Það er gaman að geta þess líka að lögregluvarðstjórinn hans kemur líka en þeim finnst ótrúlega spennandi hvað er að gerast hérna.,“ segir Sara. Þessu tengt nefnir Sara María nýja þingsályktun sem lögð var fram um að heimila notkun efnisins sílósóbín í sveppum í geðlækningaskyni, en enn hefur ekki fengist niðurstaða í það mál. Hún segir að stærstu nöfnin í geiranum verði meðal fyrirlesara. Það er fólk sem er leiðandi í þessum efnum í heiminum. Þannig að það eru að koma læknar, prófessorar og sérfræðingar sem eru að vinna að lögleiðingu í þessum málum. Meðal fyrirlesara sé Michael Pollan sem gerði heimildarþættina How to Change your Mind sem sýndir eru á Netflix. Þá sé Rick Doblin væntanlegur en hann er einn af forvígismönnum rannsókna á MDMA í geðlækningskyni. Ben Sessa er líka þekktur en hann vinnur með ketamín og MDMA,“ segir Sara Sara segist finna mikinn áhuga á hugvíkkandi efnum hér á landi. „Það er bylting í heiminum með hugvíkkandi efni. Hún er búin að vera í gangi í mörg ár en síðustu tvö þrjú árin er hún búin að vera að færast í aukanna og er komin til Íslands,“ segir hún. Aðspurð um hættur vegna slíkra efna svarar Sara. „Þessi efni eru hættuleg ef þau eru notuð á rangan hátt en ótrúlega mögnuð ef þau eru notuð á réttan hátt.“
„Þessi efni eru hættuleg ef þau eru notuð á rangan hátt en ótrúlega mögnuð ef þau eru notuð á réttan hátt.“
Lyf Geðheilbrigði Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30 „Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“ Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins. 10. nóvember 2022 21:01 Efni úr ofskynjunarsveppum lofar góðu: „Allt öðruvísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þunglyndi“ Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. 11. september 2022 19:27 Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Hugvíkkandi efni hjálpuðu við að takast á við dauðann Ólafur Hrafn Ásgeirsson, sextugur kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, greindist með fjórða stigs krabbamein fyrir örfáum árum og eftir að krabbameinið hafi dreifst víða um líkamann ákvað hann að prófa hugvíkkandi efni. 30. nóvember 2022 10:30
„Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“ Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins. 10. nóvember 2022 21:01
Efni úr ofskynjunarsveppum lofar góðu: „Allt öðruvísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þunglyndi“ Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. 11. september 2022 19:27
Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56