Frí Hagstofunnar kosti skattgreiðendur hátt í 25 milljónir króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 18:59 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur frí Hagstofunnar milli jóla og nýars ekki geta orðið fordæmisgefandi. Hrafnhildur Arnkelsdóttir Hagstofustjóri segir hins vegar að starfsfólk stofnunarinnar hafi unnið fyrir fríinu. samsett/vísir Frí starfsfólks Hagstofunnar milli jóla og nýárs kostar skattgreiðendur milli 20 og 25 milljónir króna. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga. Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga.
Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira