Liður í góðum viðskiptaháttum að hafa rúman skilafrest Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2022 12:59 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að aukning sé á fyrirspurnum um skilafresti verslana. Mikil aukning er á fyrirspurnum til Neytendasamtakanna vegna of naums skilafrest á vörum. Formaður samtakanna segir að þrátt fyrir að engin eiginleg lög nái yfir skilafrest þá sé það liður í góðum viðskiptaháttum að gefa viðskiptavinum sínum rúman frest til að skila vörum sem þeir hafa ekki not fyrir. Þær verslanir sem komi vel fram við viðskiptavini séu bæði langlífar og dafni jafnan betur. Í dag er fyrsti opnunardagur verslana eftir jól og því líklegt að margir geri sér ferð til að skila jólagjöfum sem þeir hafa ekki not fyrir, það er að segja ef fólk á annað borð treystir sér út í vetrarríkið sem úti er. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að mikil aukning hafi verið á fyrirspurnum til samtakanna því skilafrestur hjá nokkrum verslunum sé aðeins fram að áramótum og því hætt við að fólk brenni inni með vörurnar. „Þótt það gildi engin lög um skilarétt á ógallaðri vöru þá er það nú samt þannig að til verklagsreglur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 þar sem lagt er til að verslanir veiti fólki tækifæri til að skila vöru sem það getur ekki notað. Ef skyrtan sem þú fékkst í jólagjöf er einu númeri of stór, eða þér líkar ekki sokkarnir eða þvíumlíkt þá eru verklagsreglurnar þannig að fólk á að hafa 14 daga til að skila þeim en í raun og veru eru engin lög sem um þetta gilda beint og verslunum því í sjálfsvald sett og margar verslanir sem hafa mun rýmri skilarétt og er það vel.“ Breki bendir á að of naumur skilafrestur, með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini, sé slæmur fyrir verslunina sjálfa til lengri tíma litið. „Þær verslanir sem gera vel við viðskiptavini sína þær eru nú þær sem lifa lengur og dafna betur því þetta er náttúrulega þjónusta sem verslanir eru að veita sínum viðskiptavinum og flestar ef ekki allar verslanir vilja viðskiptavinum sínum vel. Þetta er bara liður í góðum viðskiptaháttum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að hafa samband ef það lendir í vandræðum með skilavörur. „Við stöndum vaktina nú sem endranær.“ Neytendur Jól Verslun Tengdar fréttir Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00 Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Sjá meira
Í dag er fyrsti opnunardagur verslana eftir jól og því líklegt að margir geri sér ferð til að skila jólagjöfum sem þeir hafa ekki not fyrir, það er að segja ef fólk á annað borð treystir sér út í vetrarríkið sem úti er. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að mikil aukning hafi verið á fyrirspurnum til samtakanna því skilafrestur hjá nokkrum verslunum sé aðeins fram að áramótum og því hætt við að fólk brenni inni með vörurnar. „Þótt það gildi engin lög um skilarétt á ógallaðri vöru þá er það nú samt þannig að til verklagsreglur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 þar sem lagt er til að verslanir veiti fólki tækifæri til að skila vöru sem það getur ekki notað. Ef skyrtan sem þú fékkst í jólagjöf er einu númeri of stór, eða þér líkar ekki sokkarnir eða þvíumlíkt þá eru verklagsreglurnar þannig að fólk á að hafa 14 daga til að skila þeim en í raun og veru eru engin lög sem um þetta gilda beint og verslunum því í sjálfsvald sett og margar verslanir sem hafa mun rýmri skilarétt og er það vel.“ Breki bendir á að of naumur skilafrestur, með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini, sé slæmur fyrir verslunina sjálfa til lengri tíma litið. „Þær verslanir sem gera vel við viðskiptavini sína þær eru nú þær sem lifa lengur og dafna betur því þetta er náttúrulega þjónusta sem verslanir eru að veita sínum viðskiptavinum og flestar ef ekki allar verslanir vilja viðskiptavinum sínum vel. Þetta er bara liður í góðum viðskiptaháttum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að hafa samband ef það lendir í vandræðum með skilavörur. „Við stöndum vaktina nú sem endranær.“
Neytendur Jól Verslun Tengdar fréttir Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00 Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Sjá meira
Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00
Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“