Leiðindaveður á Tenerife yfir jólin Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 10:22 Íslendingar og aðrir á Tenerife fengur leiðindaveður yfir sig á aðfanga- og jóladag. Svali Kaldalóns segir götur þar ógeðslegar eftir að hvass vindur gekk eyjuna sem bar með sér sand frá Saharaeyðimörkinni. vísir Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra. Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni. Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira
Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni.
Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira