Metþátttaka í kjöri til Manns ársins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 21:50 Efri röð frá vinstri: Guðni, Hreinn, Inga, Vilhjálmur og Steinunn. Neðri röð frá vinstri: Haraldur, Birgit, Þórarinn, Hrefna og Arnór Ingi. Vísir Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjöri til Manns ársins í ár, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Enn er að greiða atkvæði hér að neðan en kjörið stendur á milli eftirfarandi: Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Reykjavík síðdegis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Enn er að greiða atkvæði hér að neðan en kjörið stendur á milli eftirfarandi: Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Reykjavík síðdegis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira