Metþátttaka í kjöri til Manns ársins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 21:50 Efri röð frá vinstri: Guðni, Hreinn, Inga, Vilhjálmur og Steinunn. Neðri röð frá vinstri: Haraldur, Birgit, Þórarinn, Hrefna og Arnór Ingi. Vísir Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa greitt atkvæði í kjöri til Manns ársins í ár, sem er metþátttaka og mikil spenna ríkir meðal efstu manna. Fólk hefur til 29. desember til að greiða atkvæði. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Enn er að greiða atkvæði hér að neðan en kjörið stendur á milli eftirfarandi: Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Reykjavík síðdegis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Enn er að greiða atkvæði hér að neðan en kjörið stendur á milli eftirfarandi: Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Reykjavík síðdegis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira