Newcastle heldur áfram að blómstra | Wolves úr neðsta sæti eftir sigurmark í uppbótartíma Andri Már Eggertsson skrifar 26. desember 2022 17:30 Miguel Almírón hefur spilað afar vel á tímabilinu og skorað níu mörk Vísir/Getty Fimm af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið á öðrum degi jóla. Heimavöllurinn gaf lítið sem ekki neitt þar sem fjórir leikir enduðu með sigri á útivelli og fyrsti leikur dagsins endaði með jafntefli. Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sjá meira
Newcastle vann sannfærandi 0-3 útisigur á Leicester. Í síðustu ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur Newcastle unnið níu leiki og gert tvö jafntefli. Miguel Almirón, leikmaður Newcastle hefur spilað afar vel á leiktíðinni undir stjórn Eddie Howe. Almírón skoraði í dag sitt níunda mark í ensku úrvalsdeildinni en Almirón hefur tekið þátt í öllum sextán leikjum Newcastle. Á síðustu fjórum tímabilum hefur Miguel Almirón leikið 110 leiki og skorað í þeim níu mörk líkt og honum hefur tekist í sextán leikjum á þessu tímabili. 9 - Miguel Almirón has scored nine goals in 16 Premier League games this season, as many as he’d scored in his previous four campaigns in the competition combined (9 in 110 apps). Surge. pic.twitter.com/LtcFRIpjMf— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022 Fulham vann 0-3 sigur á Crystal Palace sem var tveimur færri í tæplega þrjátíu og þrjár mínútur þar sem James Tomkins og Tyrick Mitchell, leikmenn Crystal Palace, fengu báðir rautt spjald. Bobby Reid kom Fulham yfir þegar jafnt var í liðum en eftir að Crystal Palace var aðeins með níu leikmenn á vellinum bætti Tim Ream og Aleksandar Mitrovic við öðru og þriðja marki Fulham. Þetta var í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni sem Crystal Palace missir tvo leikmenn af velli með rautt spjald í sama leiknum That wasn't very Christmassy.#BBCFootball #CRYFUL pic.twitter.com/xppXBtuWkQ— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2022 Wolves vann ótrúlegan 1-2 útisigur á Goodison Park gegn Everton. Yerry Mina kom heimamönnum yfir en Daniel Podence jafnaði fyrir gestina og jafnt var í hálfleik. Það benti allt til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli en Rayan Aït Nouri reyndist hetja Wolves er hann skoraði í uppbótartíma og tryggði Wolves stigin þrjú. Southampton tapaði 1-3 gegn Brighton sem komst þremur mörkum yfir en James Ward Prowse minnkaði muninn en nær komust dýrlingarnir ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sjá meira