Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2022 13:12 Það var í apríl 2021 á ótilgreindum stað í Reykjavík þar sem karlmaðurinn braut hrottalega gegn vændiskonunni. Vísir/Kolbeinn Tumi Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Athugasemd ritstjórnar 6. janúar 2023: Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, ákvað eftir að hafa skoðað málið að nafn hins dæmda skildi birt í dómnum. Karlmaðurinn heitir Vilhjálmur Freyr Björnsson og er 29 ára gamall. Texti fréttarinnar hér að neðan hefur verið uppfærður í samræmi við birtingu dómsins á vef héraðsdóms. Sú hefð hefur skapast hjá dómstólum hér á landi að nafngreina ekki vændiskaupendur. Það sama gildir um þennan karlmann sem játaði brot sitt að litlum hluta en sagði hafa komið sér í opna skjöldu að konan hefði beinbrotnað í andliti við barsmíðar hans. Allajafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef viðkomandi aðilar eru tengdir. Tekist hefur verið á um þetta atriði á Alþingi. Ástæða er til að vara lesendur við lýsingum úr dómnum hér að neðan. Öskraði en enginn heyrði til hennar Konan lagði þann 19. apríl í fyrra fram kæru á hendur Vilhjálmi Freyr. Hún útskýrði að hún starfaði sem vændiskona og færi heim til viðskiptavina sinna. Karlmaður hefði hringt í hana, lagt tíu þúsund krónur inn á hana fyrir leigubíl og svo fjörutíu þúsund til viðbótar fyrir klukkustundarþjónustu. Hún hefði veitt Vilhjálmi þjónustu í klukkustund en eftir fimmtíu mínútur hefði hann fengið sáðlát. Hann hefði svo krafið konuna um endurgreiðslu en hún logið því að peningarnir hefðu farið á reikning vinkonu sem hún hefði ekki aðgang að. Hún gæti útvegað peningana daginn eftir. Vilhjálmur hefði ekki trúað henni heldur barið hana og tekið af henni símann. Hún taldi hann hafa ætlað að drepa hana, tekið ítrekað um háls hennar með báðum höndum og voru áverkar á hálsi til merkis um það. Í eitt skiptið hefði takið varað í eina til fimm mínútur og hún talið að sekúndu hefði munað að hún hefði dáið. Hún hefði ekki misst meðvitund en verið við það og ekki getað andað. Hún hefði öskrað hátt en það ekki orðið til neins. Enginn hefði heyrt í henni. Fann mikinn sársauka í endaþarmi Konan lýsti miklum stærðar- og þyngdarmun á þeim Vilhjálmi. Hann hefði tekið af henni símann, komist inn í hann og reynt að millifæra peningana til baka en hún logið að hún vissi ekki leyninúmerið til millifærslu. Hann hefði þá slegið hana ítrekað með krepptum hnefa. Hann hefði misst alla stjórn. Í eitt skiptið hefði það verið mjög sársaukafullt, vinstra megin í andliti sem hefði dregið úr henni allan mátt. Þá átti eftir að koma í ljós að bein hafði brotnað í andliti hennar. Eftir það hefði hann nauðgað henni í endaþarm og leggöng. Hún hefði fundið fyrir miklum sársauka en ekki haft orku til að gera neitt. Þá hefði hann ekki leyft henni að fara út. Hún hefði þurft að pissa í fötu á gólfinu því hann hefði ekki hleypt henni á klósett á ganginum. Þá hefði hann látið hana veita sér munnmök og sleikja rassinn á honum þess á milli. Hún hefði gert allt það sem hann hefði sagt henni að gera. Lota eftir lotu Konan upplifði að Vilhjálmur hefði viljað láta hana þjást. Það hefði gert hann mjög graðan og hann notið þess að kvelja hana. Samræði um endaþarm hefði verið sérstaklega sárt. Þá hefði hann kyrkt hana þrisvar. Nóttin hefði öll verið eins, hann hefði ýmist verið að beita hana kynferðisofbeldi eða lemja hana og þess á milli hefðu þau talað saman og hann þá verið að biðja hana um að millifæra peningana. Hefðu þetta verið þrjár eða fjórar lotur. Hann hefði verið með símann hennar allan tímann og hefði vitað PIN-númer hennar án þess að hún vissi hvernig. Þá hafði hann alltaf beðið hana um leyninúmerið til að millifæra peninga áður en hann barði hana. Leigubílstjóranum brá Konan mætti til Vilhjálms um hálf þrjú að nóttu til. Um sexleytið hefði hann sagt henni að hringja í vinkonuna og láta hana millifæra. Hún hefði hringt í sjálfa sig og spunnið þá niðurstöðu að hún fengi peningana hjá vinkonu sinni og myndi afhenda honum. Hann hafi ekki viljað leyfa henni að fara án símans en gefið eftir á endanum því hún þyrfti símann til að fá peningana aftur. Konan kvaðst hafa verið edrú um nóttina en Vilhjálmur neitt fíkniefna og bjór hefði verið úti um allt herbergi. Ofbeldið hefði ekki hafist fyrr en að lokinni kynlífsþjónustunni. Hann hefði þó verið mjög árásargjarn meðan á þjónustunni stóð og hún beðið hann um að vera blíðari. Ofbeldið hafi hafist eftir að hann vildi fá endurgreiðslu. Konan sagðist hafa hringt á leigubíl eftir að hún komst út. Á meðan hún beið hefði Vilhjálmur komið út að athuga hvað hún væri að gera. Hún hefði sýnt honum staðfestingu á að hún hefði hringt í leigubíl. Hann hefði þá farið. Hann hefði sagt henni að það væri allt í lagi með andlit hennar en hún hefði ekki haft tök á að skoða það í spegli. Leigubílstjórinn spurði um leið og hún settist í bílinn hvað hefði komið fyrir hana. Ók hann konunni fyrst heim til sín þar sem þau reyndu að finna út hver árásarmaðurinn væri. Fundu þau myndir af honum á Facebook. Þaðan lá leiðin á lögreglustöðina, sem reyndist lokuð, og svo á slysadeild. Fjöldi áverka tilgreindur í ákæru Vilhjálmur var ákærður fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu, með því að hafa umrædda nótt greitt konu fyrir vændi, og eftir að kynlífsþjónustunni lauk varnað henni útgöngu úr herberginu og svipt hana frelsi sínu í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. „Á þeim tíma þvingaði ákærði hana endurtekið, án samþykkis, til samræðis, endaþarmsmaka, munnmaka og til að sleikja á honum endaþarminn, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Ákærði tók hana að minnsta kosti tvisvar sinnum hálstaki og sló hana endurtekið í andlit og búk með þeim afleiðingum að konan hlaut brot á augntóttargólfi og á vanga-og kinnkjálkabeinum vinstra megin. Auk þess mar í andliti, á hálsi og á vinstri upphandlegg, húðblæðingar á hálsi og punktblæðingar í andliti og í slímhúðum augna og í munnslímhúð, og yfirborðsáverka í andliti og á búk,“ segir í ákæru. Tak sem truflaði blóðflæði til heila Vilhjálmur játaði fyrir dómi að að hafa greitt fyrir vændi, að hafa tekið hana hálstaki einu sinni og að hafa slegið hana einu sinni eða tvisvar í andlitið með handarbaki. Krafðist hann sýknu að öðru leyti því annað sem konan héldi fram væri ósannað. Hann sagði að eftir kynlífsþjónustuna hefði farið að renna af honum og hann áttað sig á því að kona hans myndi komast að því að hann hefði eytt síðustu peningunum og haldið fram hjá henni. Hann hefði óttast að missa fjölskylduna, orðið svakalega reiður og hræddur. Því hefði hann ætla að reyna að fá brotaþola til að endurgreiða honum. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að framburður mannsins hafi að mörgu leyti verið ótrúverðugur og ekki samræmst öðrum hlutum sem komið hefðu fram í málinu. Læknir sem bar vitni fyrir dómi taldi töluvert afl hafa þurft að valda brotum á andlitsbeinum, ekki eitt til tvö högg með handarbaki. Taldi dómurinn ljóst að Vilhjálmur hefði slegið konuna að minnsta kosti tvisvar sinnum í andlitið og sömuleiðis í búk. Réttarmeinafræðingur taldi einnig að áverka á hálsi bentu eindregið til þess að konan hefði verið tekin hálstaki, að minnsta kosti einu sinni og jafnvel tvisvar. Af framburði réttarmeinafræðingsins mátti ráða að takið hefði truflað blóðflæði til heilans og áverkar verið töluverðir. Ekki væri hægt að fullyrða hvort takið hefði verið lífshótandi. Ótrúverðugt að hann hefði ekkert pissað Konan lýsti því í skýrslutöku að Vilhjálmur hefði tekið hana tvisvar til þrisvar hálstaki. Fyrir dómi sagði hún það hafa verið tíu til tuttugu sinnum. Karlmaðurinn játaði að hafa gert það einu sinni og taldist sannað að hann hefði gert það einu sinni. Það hefði verið sérstaklega hættulegt og var hann því sakfelldur fyrir líkamsárás eins og sagði í ákæru nema að um eitt hálstak hefði verið að ræða. Þá taldi dómurinn líka hafið yfir skynsamlegan vafa að Vilhjálmur hefði svipt konuna frelsi sínu í þrjár klukkustundir. Leit dómurinn til þess að þvag fannst í ruslafötu sem karlmaðurinn sagði konuna hafa pissað í að eigin frumkvæði. Sjálfur hefði hann ekkert þurft að fara á klósettið. Taldi dómurinn afar ótrúverðugt að Vilhjálmur hefði ekki kastað af sér vatni þennan tíma, miðað við að hafa tekið spítt og drukkið áfengi. Þá hefði ákærðir viðurkennt að hafa haldið síma konunnar á meðan hann krafðist endurgreiðslu. Sýknaður af endurteknum kynferðisbrotum Þá neitaði Vilhjálmur því alfarið að hafa haft kynmök við konuna að þjónustu lokinni. Konan lýsti endurteknu samræði um leggöng og endaþarm auk munnmaka. Í skýrslutöku lýsti hún því að hafa verið látin sleikja endaþarm mannsins en minntist þess þó ekki fyrir dómi. Hún lýsti ítrekuðum sársaukamiklum endaþarmsmökum fyrir dómi. Taldi dómurinn ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Vilhjálmur hefði þvingað konuna endurtekið til samræðis um leggöng, til að hafa við hann munnmök og til að sleikja á honum endaþarminn, eins og lýst var í ákæru. Var hann sýknaður af þeim brotum. Dómurinn taldi þó sannað að Vilhjálmur hefði þvingað konuna til samræðis með ofbeldi og ólögmætri nauðung, án samþykkis. Hann hefði þó þegar verið búinn að brjóta bein í andliti hennar, krafið hana um endurgreiðslu, tekið af henni símann og verið í yfirburðastöðu vegna líkamlegra burða. Fjögurra ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Vilhjálmur í fjögurra ára fangelsi. Frá refsingunni dróst nokkurra daga gæsluvarðhald frá handtöku í apríl 2021. Í niðurstöðu dómsins var litið til þess að atlaga mannsins hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Megi telja mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna. Vilhjálmur hefði framið brot sín af eigingjörnum hvötum og skeytt engu um heilsu og velferð brotaþola. Ásetningur hafi verið sterkur og frelsissvipting varað í um þrjár klukkustundir. Á þeim tíma hafi hann beitt konuna bæði líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Réttargæslumaður krafðist sex milljóna króna í miskabætur fyrir konuna. Féllst dómurinn á þriggja milljóna króna greiðslur til konunnar. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Tengd skjöl DómurinnPDF370KBSækja skjal Reykjavík Vændi Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Athugasemd ritstjórnar 6. janúar 2023: Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, ákvað eftir að hafa skoðað málið að nafn hins dæmda skildi birt í dómnum. Karlmaðurinn heitir Vilhjálmur Freyr Björnsson og er 29 ára gamall. Texti fréttarinnar hér að neðan hefur verið uppfærður í samræmi við birtingu dómsins á vef héraðsdóms. Sú hefð hefur skapast hjá dómstólum hér á landi að nafngreina ekki vændiskaupendur. Það sama gildir um þennan karlmann sem játaði brot sitt að litlum hluta en sagði hafa komið sér í opna skjöldu að konan hefði beinbrotnað í andliti við barsmíðar hans. Allajafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef viðkomandi aðilar eru tengdir. Tekist hefur verið á um þetta atriði á Alþingi. Ástæða er til að vara lesendur við lýsingum úr dómnum hér að neðan. Öskraði en enginn heyrði til hennar Konan lagði þann 19. apríl í fyrra fram kæru á hendur Vilhjálmi Freyr. Hún útskýrði að hún starfaði sem vændiskona og færi heim til viðskiptavina sinna. Karlmaður hefði hringt í hana, lagt tíu þúsund krónur inn á hana fyrir leigubíl og svo fjörutíu þúsund til viðbótar fyrir klukkustundarþjónustu. Hún hefði veitt Vilhjálmi þjónustu í klukkustund en eftir fimmtíu mínútur hefði hann fengið sáðlát. Hann hefði svo krafið konuna um endurgreiðslu en hún logið því að peningarnir hefðu farið á reikning vinkonu sem hún hefði ekki aðgang að. Hún gæti útvegað peningana daginn eftir. Vilhjálmur hefði ekki trúað henni heldur barið hana og tekið af henni símann. Hún taldi hann hafa ætlað að drepa hana, tekið ítrekað um háls hennar með báðum höndum og voru áverkar á hálsi til merkis um það. Í eitt skiptið hefði takið varað í eina til fimm mínútur og hún talið að sekúndu hefði munað að hún hefði dáið. Hún hefði ekki misst meðvitund en verið við það og ekki getað andað. Hún hefði öskrað hátt en það ekki orðið til neins. Enginn hefði heyrt í henni. Fann mikinn sársauka í endaþarmi Konan lýsti miklum stærðar- og þyngdarmun á þeim Vilhjálmi. Hann hefði tekið af henni símann, komist inn í hann og reynt að millifæra peningana til baka en hún logið að hún vissi ekki leyninúmerið til millifærslu. Hann hefði þá slegið hana ítrekað með krepptum hnefa. Hann hefði misst alla stjórn. Í eitt skiptið hefði það verið mjög sársaukafullt, vinstra megin í andliti sem hefði dregið úr henni allan mátt. Þá átti eftir að koma í ljós að bein hafði brotnað í andliti hennar. Eftir það hefði hann nauðgað henni í endaþarm og leggöng. Hún hefði fundið fyrir miklum sársauka en ekki haft orku til að gera neitt. Þá hefði hann ekki leyft henni að fara út. Hún hefði þurft að pissa í fötu á gólfinu því hann hefði ekki hleypt henni á klósett á ganginum. Þá hefði hann látið hana veita sér munnmök og sleikja rassinn á honum þess á milli. Hún hefði gert allt það sem hann hefði sagt henni að gera. Lota eftir lotu Konan upplifði að Vilhjálmur hefði viljað láta hana þjást. Það hefði gert hann mjög graðan og hann notið þess að kvelja hana. Samræði um endaþarm hefði verið sérstaklega sárt. Þá hefði hann kyrkt hana þrisvar. Nóttin hefði öll verið eins, hann hefði ýmist verið að beita hana kynferðisofbeldi eða lemja hana og þess á milli hefðu þau talað saman og hann þá verið að biðja hana um að millifæra peningana. Hefðu þetta verið þrjár eða fjórar lotur. Hann hefði verið með símann hennar allan tímann og hefði vitað PIN-númer hennar án þess að hún vissi hvernig. Þá hafði hann alltaf beðið hana um leyninúmerið til að millifæra peninga áður en hann barði hana. Leigubílstjóranum brá Konan mætti til Vilhjálms um hálf þrjú að nóttu til. Um sexleytið hefði hann sagt henni að hringja í vinkonuna og láta hana millifæra. Hún hefði hringt í sjálfa sig og spunnið þá niðurstöðu að hún fengi peningana hjá vinkonu sinni og myndi afhenda honum. Hann hafi ekki viljað leyfa henni að fara án símans en gefið eftir á endanum því hún þyrfti símann til að fá peningana aftur. Konan kvaðst hafa verið edrú um nóttina en Vilhjálmur neitt fíkniefna og bjór hefði verið úti um allt herbergi. Ofbeldið hefði ekki hafist fyrr en að lokinni kynlífsþjónustunni. Hann hefði þó verið mjög árásargjarn meðan á þjónustunni stóð og hún beðið hann um að vera blíðari. Ofbeldið hafi hafist eftir að hann vildi fá endurgreiðslu. Konan sagðist hafa hringt á leigubíl eftir að hún komst út. Á meðan hún beið hefði Vilhjálmur komið út að athuga hvað hún væri að gera. Hún hefði sýnt honum staðfestingu á að hún hefði hringt í leigubíl. Hann hefði þá farið. Hann hefði sagt henni að það væri allt í lagi með andlit hennar en hún hefði ekki haft tök á að skoða það í spegli. Leigubílstjórinn spurði um leið og hún settist í bílinn hvað hefði komið fyrir hana. Ók hann konunni fyrst heim til sín þar sem þau reyndu að finna út hver árásarmaðurinn væri. Fundu þau myndir af honum á Facebook. Þaðan lá leiðin á lögreglustöðina, sem reyndist lokuð, og svo á slysadeild. Fjöldi áverka tilgreindur í ákæru Vilhjálmur var ákærður fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu, með því að hafa umrædda nótt greitt konu fyrir vændi, og eftir að kynlífsþjónustunni lauk varnað henni útgöngu úr herberginu og svipt hana frelsi sínu í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. „Á þeim tíma þvingaði ákærði hana endurtekið, án samþykkis, til samræðis, endaþarmsmaka, munnmaka og til að sleikja á honum endaþarminn, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Ákærði tók hana að minnsta kosti tvisvar sinnum hálstaki og sló hana endurtekið í andlit og búk með þeim afleiðingum að konan hlaut brot á augntóttargólfi og á vanga-og kinnkjálkabeinum vinstra megin. Auk þess mar í andliti, á hálsi og á vinstri upphandlegg, húðblæðingar á hálsi og punktblæðingar í andliti og í slímhúðum augna og í munnslímhúð, og yfirborðsáverka í andliti og á búk,“ segir í ákæru. Tak sem truflaði blóðflæði til heila Vilhjálmur játaði fyrir dómi að að hafa greitt fyrir vændi, að hafa tekið hana hálstaki einu sinni og að hafa slegið hana einu sinni eða tvisvar í andlitið með handarbaki. Krafðist hann sýknu að öðru leyti því annað sem konan héldi fram væri ósannað. Hann sagði að eftir kynlífsþjónustuna hefði farið að renna af honum og hann áttað sig á því að kona hans myndi komast að því að hann hefði eytt síðustu peningunum og haldið fram hjá henni. Hann hefði óttast að missa fjölskylduna, orðið svakalega reiður og hræddur. Því hefði hann ætla að reyna að fá brotaþola til að endurgreiða honum. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að framburður mannsins hafi að mörgu leyti verið ótrúverðugur og ekki samræmst öðrum hlutum sem komið hefðu fram í málinu. Læknir sem bar vitni fyrir dómi taldi töluvert afl hafa þurft að valda brotum á andlitsbeinum, ekki eitt til tvö högg með handarbaki. Taldi dómurinn ljóst að Vilhjálmur hefði slegið konuna að minnsta kosti tvisvar sinnum í andlitið og sömuleiðis í búk. Réttarmeinafræðingur taldi einnig að áverka á hálsi bentu eindregið til þess að konan hefði verið tekin hálstaki, að minnsta kosti einu sinni og jafnvel tvisvar. Af framburði réttarmeinafræðingsins mátti ráða að takið hefði truflað blóðflæði til heilans og áverkar verið töluverðir. Ekki væri hægt að fullyrða hvort takið hefði verið lífshótandi. Ótrúverðugt að hann hefði ekkert pissað Konan lýsti því í skýrslutöku að Vilhjálmur hefði tekið hana tvisvar til þrisvar hálstaki. Fyrir dómi sagði hún það hafa verið tíu til tuttugu sinnum. Karlmaðurinn játaði að hafa gert það einu sinni og taldist sannað að hann hefði gert það einu sinni. Það hefði verið sérstaklega hættulegt og var hann því sakfelldur fyrir líkamsárás eins og sagði í ákæru nema að um eitt hálstak hefði verið að ræða. Þá taldi dómurinn líka hafið yfir skynsamlegan vafa að Vilhjálmur hefði svipt konuna frelsi sínu í þrjár klukkustundir. Leit dómurinn til þess að þvag fannst í ruslafötu sem karlmaðurinn sagði konuna hafa pissað í að eigin frumkvæði. Sjálfur hefði hann ekkert þurft að fara á klósettið. Taldi dómurinn afar ótrúverðugt að Vilhjálmur hefði ekki kastað af sér vatni þennan tíma, miðað við að hafa tekið spítt og drukkið áfengi. Þá hefði ákærðir viðurkennt að hafa haldið síma konunnar á meðan hann krafðist endurgreiðslu. Sýknaður af endurteknum kynferðisbrotum Þá neitaði Vilhjálmur því alfarið að hafa haft kynmök við konuna að þjónustu lokinni. Konan lýsti endurteknu samræði um leggöng og endaþarm auk munnmaka. Í skýrslutöku lýsti hún því að hafa verið látin sleikja endaþarm mannsins en minntist þess þó ekki fyrir dómi. Hún lýsti ítrekuðum sársaukamiklum endaþarmsmökum fyrir dómi. Taldi dómurinn ekki sannað svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Vilhjálmur hefði þvingað konuna endurtekið til samræðis um leggöng, til að hafa við hann munnmök og til að sleikja á honum endaþarminn, eins og lýst var í ákæru. Var hann sýknaður af þeim brotum. Dómurinn taldi þó sannað að Vilhjálmur hefði þvingað konuna til samræðis með ofbeldi og ólögmætri nauðung, án samþykkis. Hann hefði þó þegar verið búinn að brjóta bein í andliti hennar, krafið hana um endurgreiðslu, tekið af henni símann og verið í yfirburðastöðu vegna líkamlegra burða. Fjögurra ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Vilhjálmur í fjögurra ára fangelsi. Frá refsingunni dróst nokkurra daga gæsluvarðhald frá handtöku í apríl 2021. Í niðurstöðu dómsins var litið til þess að atlaga mannsins hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Megi telja mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna. Vilhjálmur hefði framið brot sín af eigingjörnum hvötum og skeytt engu um heilsu og velferð brotaþola. Ásetningur hafi verið sterkur og frelsissvipting varað í um þrjár klukkustundir. Á þeim tíma hafi hann beitt konuna bæði líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Réttargæslumaður krafðist sex milljóna króna í miskabætur fyrir konuna. Féllst dómurinn á þriggja milljóna króna greiðslur til konunnar. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Tengd skjöl DómurinnPDF370KBSækja skjal
Reykjavík Vændi Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira