Gengur illa að laða auglýsendur aftur á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 12:02 Getty/Yui Mok Elon Musk og öðrum yfirmönnum Twitter eiga í erfiðleikum með að fá stærstu auglýsendur samfélagsmiðilsins aftur af borðinu en flestir þeirra eru hættir að auglýsa þar. Musk hefur gert miklar breytingar á samfélagsmiðlinum frá því hann var þvingaður til að standa við kaupsamning sem hann skrifaði undir en reyndi að losna undan. Meðal þess er að hann hefur sagt upp stórum hluta starfsmanna Twitter og hleypa umdeildu fólki sem hafði verið bannað á samfélagsmiðlinum aftur þar inn. Þar á meðal eru alræmdir rasistar og öfgamenn. Sjá einnig: Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru um sjötíu prósent af hundrað stærstu auglýsendum Twitter þegar Musk tók við, ekki lengur að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Það er mikið vandamál fyrir Musk. Miðillinn segir að það sé vandamál vegn þess að í fyrra komu um 89 prósent af tekjum Twitter í gegnum auglýsingar. Í heild voru tekjurnar 5,1 milljarður dala í fyrra en Musk hefur sagt að hann vilji draga úr því hvernig Twitter reiðir á auglýsingar og hefur opnað áskriftarþjónustu. Sjá einnig: Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Heimildarmenn WSJ innan veggja Twitter segja að undirmenn Musks hafi leitað til auglýsenda og reynt að sefja ótta þeirra og vekja áhuga á samfélagsmiðlinum. Meðal annars hafa þeir lofað breytingum eins og að notendur muni getað keypt vörur beint í gegnum auglýsingar, myndbandskerfi Twitter verði betra og að þróað verði kerfi til að koma í veg fyrir að auglýsingar birtist nærri tístum sem þykja hneykslanleg eða sem auglýsendur vilja ekki láta bendla vörumerki sín við. Einhverjir vilja breytingar hjá Twitter áður en þeir byrja aftur að auglýsa þar og vísa auglýsendur meðal annars til hegðunar Musks og aðgerða sem eigandi og forstjóri Twitter. Þar á meðal annars við umdeild tíst hans og skyndilegar reglubreytingar á samfélagsmiðlinum. Musk hefur meðal annars hótað að opinbera hvaða fyrirtæki hætta að auglýsa á Twitter svo þeir geti verið gagnrýndir opinberlega. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Ætlar að hringja persónulega Musk er sagður ætla að hringja persónulega í stærstu auglýsendur Twitter og ræða við þá um hvernig hægt sé að fá þá til að auglýsa aftur á Twitter, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WSJ hafa séð. CNBC sagði nýverið frá því að metorðamaður innan auglýsingageirans vestanhafs væri þeirrar skoðunar að auglýsendur myndu snúa aftur til Twitter. Flestir vildu bíða og sjá hvað gerðist á Twitter og að margir vildu breytingar. Framvindan myndi stjórnast af því hvort óreiðan myndi ríkja á Twitter eða hvort einhver ritstjórn yrði á samfélagsmiðlinum. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50 Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. 14. desember 2022 00:00 Áskrifendur fá möguleikann á því að breyta tístum Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir. 12. desember 2022 11:26 Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Zuckerberg líka ósáttur við Apple Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. 1. desember 2022 14:07 Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk hefur gert miklar breytingar á samfélagsmiðlinum frá því hann var þvingaður til að standa við kaupsamning sem hann skrifaði undir en reyndi að losna undan. Meðal þess er að hann hefur sagt upp stórum hluta starfsmanna Twitter og hleypa umdeildu fólki sem hafði verið bannað á samfélagsmiðlinum aftur þar inn. Þar á meðal eru alræmdir rasistar og öfgamenn. Sjá einnig: Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru um sjötíu prósent af hundrað stærstu auglýsendum Twitter þegar Musk tók við, ekki lengur að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Það er mikið vandamál fyrir Musk. Miðillinn segir að það sé vandamál vegn þess að í fyrra komu um 89 prósent af tekjum Twitter í gegnum auglýsingar. Í heild voru tekjurnar 5,1 milljarður dala í fyrra en Musk hefur sagt að hann vilji draga úr því hvernig Twitter reiðir á auglýsingar og hefur opnað áskriftarþjónustu. Sjá einnig: Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Heimildarmenn WSJ innan veggja Twitter segja að undirmenn Musks hafi leitað til auglýsenda og reynt að sefja ótta þeirra og vekja áhuga á samfélagsmiðlinum. Meðal annars hafa þeir lofað breytingum eins og að notendur muni getað keypt vörur beint í gegnum auglýsingar, myndbandskerfi Twitter verði betra og að þróað verði kerfi til að koma í veg fyrir að auglýsingar birtist nærri tístum sem þykja hneykslanleg eða sem auglýsendur vilja ekki láta bendla vörumerki sín við. Einhverjir vilja breytingar hjá Twitter áður en þeir byrja aftur að auglýsa þar og vísa auglýsendur meðal annars til hegðunar Musks og aðgerða sem eigandi og forstjóri Twitter. Þar á meðal annars við umdeild tíst hans og skyndilegar reglubreytingar á samfélagsmiðlinum. Musk hefur meðal annars hótað að opinbera hvaða fyrirtæki hætta að auglýsa á Twitter svo þeir geti verið gagnrýndir opinberlega. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Ætlar að hringja persónulega Musk er sagður ætla að hringja persónulega í stærstu auglýsendur Twitter og ræða við þá um hvernig hægt sé að fá þá til að auglýsa aftur á Twitter, samkvæmt tölvupósti sem blaðamenn WSJ hafa séð. CNBC sagði nýverið frá því að metorðamaður innan auglýsingageirans vestanhafs væri þeirrar skoðunar að auglýsendur myndu snúa aftur til Twitter. Flestir vildu bíða og sjá hvað gerðist á Twitter og að margir vildu breytingar. Framvindan myndi stjórnast af því hvort óreiðan myndi ríkja á Twitter eða hvort einhver ritstjórn yrði á samfélagsmiðlinum.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50 Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. 14. desember 2022 00:00 Áskrifendur fá möguleikann á því að breyta tístum Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir. 12. desember 2022 11:26 Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Zuckerberg líka ósáttur við Apple Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. 1. desember 2022 14:07 Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50
Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. 14. desember 2022 00:00
Áskrifendur fá möguleikann á því að breyta tístum Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir. 12. desember 2022 11:26
Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12
Zuckerberg líka ósáttur við Apple Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það. 1. desember 2022 14:07
Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. 25. nóvember 2022 08:26