Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Fyrstu fundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður 3. janúar eftir að þrír fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðust gegn því að hann yrði felldur niður. Vísir/Vilhelm Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira