„Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2022 06:01 Bjarki Már Elísson er að gera gott mót í Ungverjalandi. Veszprem Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. „Hún er mjög áþreifanleg, pressan. Það verður ekki annað sagt. Þetta hefur verið geðveikt, hefur lengi dreymt um að spila í Meistaradeildinni og ég vissi alveg að ég gæti það. Maður hefur spilað við mörg af þessum liðum sem eru í Meistaradeild Evrópu, ekkert glænýtt fyrir mér,“ sagði Bjarki Már í ítarlegu viðtali við Stöð 2 og Vísi. Bjarki Már og Ómar Ingi Magnússon. Sá síðarnefndi er af mörgum talinn með betri leikmönnum heims um þessar mundir.HSÍ „Maður hefur spilað við flesta af bestu leikmönnum heims áður með landsliðinu sem og í Evrópu með Berlín og Lemgo. Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði. Það er erfitt oft andlega en bara gaman og skemmtilegt, ég nýt þess bara.“ Bjarki Már er í fyrsta sinn í langan tíma heima um jólin þar sem hann lék lengi vel í Þýskalandi en þar er spilað yfir hátíðarnar. „Það eru forréttindi en samt pínu skellur að vera útrétta allan daginn. Ég var laus við þetta stress úti en nú er ég kominn beint í það. Maður nýtur þess að vera heima, heima er best.“ Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að komast alla leið heim þar sem veðrið setti strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt ferðalag. Maður hefur oft lent á Íslandi í verra veðri svo maður bjóst ekki við neinum slæmum fréttum en svo kveikir maður á símanum og sér að allir vegir eru lokaðir sem og öll hótel fullbókuð í Keflavík.“ „Við enduðum á að rúnta um Keflavík í 5-6 tíma og skoða það ágæta bæjarfélag. Endum svo í hjálparmiðstöð Rauða Krossins, sem var frábær aðstaða. Pantaðar pizzur, það var WiFi og stelpan mín gat leikið sér en sem betur við komumst við heim um kvöldið,“ sagði Bjarki Már Elísson að endingu að þessu sinni. Handbolti Ungverski handboltinn HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Það er áþreifanleg pressa að spila fyrir Veszprém sem vill alltaf vinna alla titla segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson. Hann er nú á sínu fyrsta tímabili í Ungverjalandi. „Hún er mjög áþreifanleg, pressan. Það verður ekki annað sagt. Þetta hefur verið geðveikt, hefur lengi dreymt um að spila í Meistaradeildinni og ég vissi alveg að ég gæti það. Maður hefur spilað við mörg af þessum liðum sem eru í Meistaradeild Evrópu, ekkert glænýtt fyrir mér,“ sagði Bjarki Már í ítarlegu viðtali við Stöð 2 og Vísi. Bjarki Már og Ómar Ingi Magnússon. Sá síðarnefndi er af mörgum talinn með betri leikmönnum heims um þessar mundir.HSÍ „Maður hefur spilað við flesta af bestu leikmönnum heims áður með landsliðinu sem og í Evrópu með Berlín og Lemgo. Geggjað að vera í liði sem ætlar að vinna alla leiki og það er ekkert annað í boði. Það er erfitt oft andlega en bara gaman og skemmtilegt, ég nýt þess bara.“ Bjarki Már er í fyrsta sinn í langan tíma heima um jólin þar sem hann lék lengi vel í Þýskalandi en þar er spilað yfir hátíðarnar. „Það eru forréttindi en samt pínu skellur að vera útrétta allan daginn. Ég var laus við þetta stress úti en nú er ég kominn beint í það. Maður nýtur þess að vera heima, heima er best.“ Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig að komast alla leið heim þar sem veðrið setti strik í reikninginn. „Þetta var ekkert sérstakt ferðalag. Maður hefur oft lent á Íslandi í verra veðri svo maður bjóst ekki við neinum slæmum fréttum en svo kveikir maður á símanum og sér að allir vegir eru lokaðir sem og öll hótel fullbókuð í Keflavík.“ „Við enduðum á að rúnta um Keflavík í 5-6 tíma og skoða það ágæta bæjarfélag. Endum svo í hjálparmiðstöð Rauða Krossins, sem var frábær aðstaða. Pantaðar pizzur, það var WiFi og stelpan mín gat leikið sér en sem betur við komumst við heim um kvöldið,“ sagði Bjarki Már Elísson að endingu að þessu sinni.
Handbolti Ungverski handboltinn HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira