Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika? Ágúst Bjarni Garðarsson og Ósk Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2022 07:00 Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ferðaþjónusta fatlaðra Framsóknarflokkurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar