Ósáttur við Blaksambandið: „Ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 18:00 Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ótrúlegt að RÚV sé bendlað við málið. Vísir/Samsett Hilmar Björnsson, íþróttastjóri á RÚV, skilur ekkert í ummælum Grétars Eggertssonar, formanns Blaksambands Íslands, við Vísi í morgun þess efnis að RÚV hafi rukkað sambandið um háar fjárhæðir vegna útsendinga á landsleikjum. Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira