Ósáttur við Blaksambandið: „Ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 18:00 Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ótrúlegt að RÚV sé bendlað við málið. Vísir/Samsett Hilmar Björnsson, íþróttastjóri á RÚV, skilur ekkert í ummælum Grétars Eggertssonar, formanns Blaksambands Íslands, við Vísi í morgun þess efnis að RÚV hafi rukkað sambandið um háar fjárhæðir vegna útsendinga á landsleikjum. Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Sjá meira
Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Sjá meira